Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.07.1964, Síða 3
Rósa og Snati
Dag nokkurn sag'öi mamma við
Rósu litlu: „Hvaða gestir heldur þú
að komi í heimsókn til okkar í
dag?“ Rósa hugsaði sig um og
sagði síðan: „Afi og amma."
„Það er alveg rétt,“ sagði mamma
hennar, og nú skulum við gefa afa
og ömmu eitthvað gott að drekka."
„Hvað eigum við að gefa þeim að
drekka?“ spurði Rósa.
„Því mátt þú ráða“, sagði
mamma.
„Þá hitum við kakó handa þeim,“
sagði Rósa strax, „ertu ekki sam-
mála, Snati?“
Snati veitti samþykki sitt með
því að gelta. Snata og Rósu þótti
kakó mjög gott.
Mamma setti pottinn á eldavél-
ina og hitaði kakóið, síðan setti
hún pottiiín út i garð þil a« kgelft
diyKkmn. Þegar mamma vár farin
inn gægðist Rósa ofan í pottinn.
En hvað þetta var nú mikið, pott-
urinn var næstum því fullur. Ég
hlýt að mega bragða aðeins á þessu,
hugsaði Rósa með sér, afi og amma
geta ekki drukkið þetta allt sam-
an.
Hún fór inn og náði í skeið og
áöur en langt um leið var hún
langt komin með allt kakóiö sem
átti að vera handa afa og ömmu.
En hún hafði ekki drukkiö það allt,
kjóllinn hennar var nefnilega allur
Hellnarístur
Árið 1878 fundust hellnaristur í
hinum fræga Altmirahelli á Norð-
ur-Spáni. Þessar myndir eru álitn-
ar vera 25.000 ára gamlar, en þegar
finnandi á sínum tíma benti sagn-
fræðingum á fundinn, vildi enginn
trúa því, að þær væru svo gamlar.
Meira að segja álitu flestir, að finn-
andinn hefði teiknað þær sjálfur.
Og það var ekki fyrr en árið 1895,
þegar menn fundu myndir af sömu
gerð í öðrum helli við la Mouthe,
að viðurkennt var, að finnandinn
hefði haft rétt fyrir sér. En þá var
vesalings maðurinn orðinn sturlað-
ur, vegna þess, aö enginn hafði vilj-
að trúa honum. i . ■ ,
útataður í kakói. Snati vildi líka
fá að bragða á drykknum. Hann
stökk á pottinn og þá fór illa. Pott-
urinn valt um koll og það sem eft-
ir var af kakóinu slettist yfir Rósu
og Snata.
Þá kallaði mamma á Rósu og
sagði henni að koma inn, því nú
færu afi og amma að koma. Hermi
brá illa þegar hún sá útganginn á
Rósu, og aumingja Rósa var svo
hrædd um að mamma yrði vond að
hún fór að hágráta. En mamma
varð ekki vond, hún fór að skelli-
hlæja þegar hún sá Rósu og Snata.
Svo fór hún með þau inn og þvoði
þeim hátt og lágt. Rósa og Snati
voru bæði tandurhrein og fín þeg-
ar amma og afi komu. Og auðvit-
að varð mamma að búa til nýtt
kakó. — Rakel Jónsdóttir 12 ára,
■***>•--. > - —J - rn rjjjftTTn-jglgr-
Þessa skemmtilegu mynd tók Ijós-
myndari blaðsins einn góðviðrisdag í
sumar. Litli snáðinn var að Iéika sér
í garðinum hjá Laufásborg. I>ví aniður
vitum við ekki hvað hann heitir, en
við vonum að hann verði ánægður með
inyivdina af sér í úskastundinni.
Þessar myndir teiknaði Ragnar Lár-
usson, Þinghólsbraut 2, Kópavogi.
Ragnar skrifaði skemmtilegt bréf með
myndinni og segir þar m. a. að hann sé
bara 6 ára, en verði 7 ára í febrúar.
Okkur finnst Ragnar mjög duglegur að
teikna og skrifa og okkur þætti vænt
um að fá meira efni frá honum til birt-
ingar. Myndin er af Nonna úr Mos-
fellssveitinni og Blesa. Nonni er frændi
Ragnars. Kannski Nonni sjái þessa
iuýna af sér í babinú og sendi okkur
línu. Það væri gaman áð fá að heyra
eitthvað um Blesa.
Mussafar
Framhaíd af 1. síðu.
perlur. Furstinn hoppaöi upp og
kallaöi: „Bindiö þjófinn. Þessar 4
perlur eru þær, sem stoliö var úr
fjárhirzlum mínum.“
En áður en varðmennirnir gátu
gripið Mussafar sagði hann: „Hvað-
an haldið þér, yðar hágöfgi, að
þessar séu komnar.?“ Og þvínæst
stráði hann handfylli af perlum á
marmaragólfiö. Skelfingu lostinn
leitaði furstinn ráða hjá ráðgjafan-
um. Þrællinn hafði sýnt fram á að
furstinn var lygari fyrir framan alla
hirðina, þessvegna skyldi honum
verða kastað í hina dýpstu dýflissu.
En ráðgjafinn sagði með mikilli
varkárni: „Þessi þræll er fær um aö
finna leiðina, sem liggur til Sólar-
og Tunglvatnsins. Á strönd þess eru
sjaldgæfustu dýrgripir jarðar. Hann
getur náð þeim fyrir þig.“
Enn á ný vaknaði ágirnd furst-
ans. Hann skipaöi Mussafar að
leggja af stað og í. þetta sinni lét
hann hann hafa meðferðis úlfaida,
og hann krafðist, að Mussafar
kæmi meö hann aftur klyfjaðan af
gulli og gimsteinum.
Fx-amhald í næsta blaöi.
ÓSKASTUND
(3