Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 15.11.1964, Page 2
DREKAHOFÐINGINN
KÍNVERSKT
ÆVINTÝRI
AÖeins nokkrum stundum síðar
]kom sendiboði frá konungi himins.
Drekahöföinginn klæddist sínum
fegursta skrúða og tók á móti hon-
um. En þegar hann las bréfið frá
konungi himins fölnaði hann.
í bréfinu stóð:
— Það hefur ekki rignt nógu
mikið í Changan upp á síðkastið.
Gjörðu svo vel og l'áttu rigna á
morgun frá stundarfjórðungi yfir
níu þangað til klukkan þrjú.
Þegar sendiboðinn var farinn
sagði drekahöfðinginn við ráðgjafa
sinn:
— Hvað á ég að gera?
— Nú, sagði ráðgjafinn, ég sé
ekki að þetta sé erfitt viðureignar.
Himinninn vill að það rigni. En þú
getur látið rigna örlítið fyrr eða
seinna, og ef þeir taka eftir því þá
held ég ekki að þeir muni neitt
skipta sér af því.
Svo að drekahöfðinginn lét rigna
jfrá dögun til klukkan níu. Síðan
fór hann aftur til spámannsins.
— Þú hafðir rangt fyrir þér,
sagði hann, nú mun enginn trúa
þér oftar.
En spámaðurinn leit á hann hrygg-
ur í bragði.
— Ég hafði ekki rangt fyrir mér,
sagði hann, þú heimski, heimski
dreki. Þú hefur óhlýðnast konungi
himins. Hann skipaði svo fyrir að
rigna ætti nákvæmlega eins og ég
spáði og þú lézt rigna fyrr og á
röngum stað. Ég er hræddur um að
þú hafir enga von.
— Enga von, hrópaði drekinn.
Hversvegna, hvað mun koma fyrir?
— Refsingin fyrir að óhlýðnast
konungi himins er dauði, og him-
inninn hefur dæmt þig til dauða.
Klukkan tólf í nótt mun aðalráð-
gjafi keisarans í Kína verða kallað-
ur upp til himna og honum skipað
að hálshöggva þig þegar 1 stað.
HEILABROT
Hvaða tvær flugvélar af þessum fimm
eru eins?
Z — OSKASTUNDIN
Hve mikið eru tíu í tvo?
EOver fær fimm.
Gáta: Nokkrar þeirra fara inn
í herbergið, en aldrei út, en aðrar
fara alltaf út úr herberginu, en
aldrei inn. — Hverjar eru það?
— Hurðirnar.
Kóngur nokkur átti tvíburasyni,
sem báðir áttu að erfa krónu hans.
Hvaö gerði kóngurinn?
Gaf hvorum fyrir sig fimmtíu
aura.
Hvað er þaö sem gíraffar fá, en
engin dýr önnur.
Gíraffaunga.
Getið þið hjálpað Óla litla til þess að
raða tölunum frá 1—9, þannig að lagt
við 5, hvort sem lesið er á ská, beint,
eða niður verði niðurstaðan 15?