Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 1

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 1
Bœndur athugib! Eins og fram kemur í aðalfundargerð Rf. Nl. árið 1977 hér í ritinu, var samþykkt tillaga þess efnis að félaginu er heimilt að panta ýmis konar smávörur, sem henta til notkunar í landbúnaði. Svo að kynning á þessum vörum geti orðið sem víðtækust án óhóflegrar fyrirhafnar og kostnaðar viljum við vekja athygli á þessu hér, og bjóða bændum þær til kaups. Eins og nærri má geta eru engin tök á að nefna nema örfáa hluti hér af þeim aragrúa sem á boðstólum eru, en auk þess sem vöruskrá og verðlisti liggur fyrir hjá Rf. Nl. og hjá bún- aðarsamböndunum er í ráði að útbúa sæmilegan útdrátt úr skránni og senda hana sem flestum bændum á svæðinu. A næstu síðu eru nefndir nokkrir hlutir, sem flestir hafa þegar verið pantaðir og eru í fórum Ræktunarfélagsins þeg- ar þetta er ritað. Til hægðarauka þeim sem pöntun vilja gera fylgir pöntunarseðill hér neðan við. Verðið er áætlað og gæti því breyst eitthvað fram að næstu sendingu ef af verður. PÖNTUNARSEÐILL Ræktunarfélag Norðurlands Pósthólf 309, 602, Akureyri Vara nr. Vöruheiti Stykk jaf jöldi Nafn: Heimilisfang:

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.