Auglýsarinn - 19.03.1902, Blaðsíða 2

Auglýsarinn - 19.03.1902, Blaðsíða 2
34 AUG LÝSARINN. [16. marz. 1902. =5jc= #1 athugunar. =§j|= A. Auglýsendur eru vinsamlegast beðnir um að taka fram, á kvað.t síðu blaðains þeir óska að auglýsing ar sínar standi og hversu opt þær eigi að standa, annars verða þær látnar standa á kostnað kaupenda. Auglýsingum sje skilnð í síðasta lagi föstudagskvöld, — verður alls ftlx tr i veitt móttaka eptir kl. 12 á laugardag. B. Akurnesingar vitji blaðains í verzlun hr. Vílbjálms B. Þorralds- iy sonar og Álptnesingar og Hafnfirðing- ar í veizlnn P. J. Thoreteinwonar. (Sigfús BergmaDn) í Hafnarfirði. Aðrir nærsveitamoDn vitji blaðsins til útgefanda á Laugaveg 2 í Rvík. Úr bænum og grenndinui. „Laura1' og „Ceres“ komu 16. þ. m. — „Laura“ gat ekki tekið allar vörur þær, er hingað áttu að fara og var „Ceres“ því send aukreitis. Með „Laura“ komu kaupmennirnir Björn Krist- jánsson, Guðjón Sigurðsson úr- smiður, Skúli Thoroddsen og Word fiskikaupmaður. Auk þess lækn- arnir Guðm. Magnússon og Björn Olafsson, Magnús Jónsson sýslum. i Vestmannaeyjum o. fl. Með „Ceres“ komu Copland stórkaup- maður, Lárus Snorrason frá Isa- firði, Guðjón Guðmundsson hú- fræðingur o. fl. — „Ceres fór til ísafjarðar 18. ]). m. og ætlaði þaðan austur um land til Seyðis- fjarðar. „Vesta“ kom liingað 18. þ. m. — hafði orðið að snúa aptur fyrir helluís úti fyrir nálægt miðjum Hjeraðs- flóa. Hún kom að eins inn á Seyðisfjörð. Með henni var sýslu- maður Klemenz Jónsson, Jón Jóns- son í Múla, Flóvent Jóhannsson búfræðingur, 01. G. Eyjólfsson kaupmaður frá Oddeyri o. fl. — Hún fór aptur þ. 19. vestur um land. Þilskipin. „Bergþóra“, skipstjóri Björn Ólafsson kom 12. ]>. m. með 6000 fiska afla, — hún fór út 21. f. m. — Sama dag kom inn „Guðrún“ frá Gufunesi með 3000; — fór út 27. f. m. Austan úr Öræfum var hjer á ferð þessa daga Páll Jónsson, Öræfajökulfarinn, sá er fylgdi Hovgaard og síðar Chr. Schierbeck lækni upp á jökulinn. Hann sagði bezta vetur þar eystra, en íshroða kvað hann að sjá úti fyrir Hornafirði. Utan úr heimi eru engar nýungar markverðar. Óljósar fregnir hafa borist af við- ureign Breta og Búa. Segja sum blöð J)e, Wet hafa særst all-hættu- lega í orrustu. Síðast í f. m. er og sagt að Búar hafi unnið sigur all-mikinn í orrustu við Breta og að fallið hafi eða verið höndum teknir af Bretum 16 hershöfð- ingjar en á fimmta hundrað her- menn og undirforingjar. — Mjög er sú fregn óljós, er segir að 600 Búar hafi verið höndum teknir 2. ]). m. í orrustu. Mannætur rjeðust nýlega á franska vísinda- menn, sem voru á rannsóknar- ferð í Austurheimi. Það var á ey nokkurri skammt frá Borneo. Svikust mannæturnar að þeim á næturþeli og drápu þar 24 þeirra; einn komst lífs af, því að fjelagar þeirra, sem voru á skipi þar skammt frá ströndinni, komu til hjálpar og skutu á illþýðið; særðust þeir þó mjög, en mann- æturnar lögðu loks á flótta. Sá, er lífs komst af var bundinn við trje, — hafði hann horft á mann- æturnar steikja einn fjelaga sinn við dans og djöfulgang og jeta siðan og annan sá hann þá stinga úr augun og kljúfa á honnm höf- uðið; missti hann þá meðvitund- ina um stund og hjeldu mann- æturnarhann dauðan. Frá Kaupmannahöfn er fátt að segja. — Dr. Þorvaldur Thoroddsen er orðinn prófessor að nafnbót. Embættispróf í lögfræði hafa þeir tekið Guðm. Eggerz með I. einkunn og Guðm. Björnssón með II. einkunn, — hann er nú með „Vesta“ og ætlar að byrja búskap á Klömbrum í Húnavatnssýslu. Fyrri hluta læknaprófs hafaþeir tekið Halldór Gunnlaugsson og Magnús Sæbjarnarson, báðir með I. einkunn. Dáin er í Khöfn 30. jan. frú Þorbjörg Jónsson, kona Klemenz sýslumanns Jónssonar á Akureyri — sigldi hún út til lækninga í haust. — Lík hennar var flutt til Islands með „Mjölni“ litlu áður en „Laura“ fór frá Höfn. r Tc 1 CiTV \ gulrófufræ undan lÓlCllAAL Eyjafjöllum fæst á Laugaveg 35. Allskomir grjót- og vega- vinnuáhöld fást á Laufásveg 3 hjá EINARI FINNS- SYNI, afaródýr. vill öllum vel, þess vegna hefur hann ætíð reiðhesta til sölu. |0rl3©rgi fyrir einhleypan er til leigu frá 14. mal næstkomandi í húsinu Nr. 7 í Lindargötu. Utg. Eldiivjel lítil (ferköntuð) ósk- ast til kaups í húsinu Nr. 7 í Lindargötu. Útg. vísar á. NEMANDA í snikkaraiðn tekur Í3>- ZBxjFiI^ssíSSQia. 3 Bræðraborgnrstíg 3. Nokkrar hænur óskast til kaups. Útg. vísar á kaupanda. AKorn og nýlenduvörur eru llskonar í verzlun Runnars Þorbjörnssonar. Pakkaliíirnir hjá C Zimsen vinna sjer stöðugt meira og meira álit.

x

Auglýsarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Auglýsarinn
https://timarit.is/publication/272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.