Auglýsarinn - 20.07.1902, Blaðsíða 2
98
AUOrLÝSARINN.
[20. júlí 1902.
Frá útlömlum
England. Talið er nú víst
að Játvarður konungur muni verða
heill heilsu innan skamms. Kveða
menn nú líklegt, að krýning hans
muni geta fram farið í öndverð-
um ágústmánuði næstkomandi.
Vilja læknar hans nú að hann
flytji sig frá Lundúnum um hríð
meðan hann er að hressast til
þess að geta notið betra lofts ut-
anborgar, Er konungur orðinn
allvel hx-ess eftir því sem von má
telja, eftir svo hættulegan lækna-
skurð. Halda menn að eigi muni
verða eins mikið um dýrðir við
krýninguna og til var stofnað í
upphafi vegna þessara ónotalegu
forfalla. Getið er þess að Salis-
bury gamli muni nú segja af sér
og muni þá annaðhvort Balfour
eða Chamberlain komast í sess
hans. Kitchener er nú kominn
heim til Englands úr Bjarmalands-
för sinni til Búa og átti að fagna
honum vel að sögn.
I Afríkustriðinu er sagt að
Bretar hafi alls yfir misst 28,434
menn bæði foringja og liðsmenn
105 hafa „týnzt“, en 5,879 lifa
við örkumsl.
Danmörk. Danakonungur og
Friðrik erfðaprins eru í ferðalög-
um erlendis nú sem stendur, er
Kristján prins Friðriksson því rík-
isstjóri á meðan og býr í höll
einni, er hann sjálfur á í Arósum.
Dáinn er Oskar Madsen, rithöf-
undur, ungur maður og efnilegur.
Noregur. Þaðan er það helzt
fréttnæmt, að stórkostlegur elds-
voði geysaði í Lárvík 1. júlí.
Tjónið metið á aðra milj, kr. 150
hús brunnu og 2000 manns urðu
húsvilltir.
Sviþjóð. Þar hefir nýtt ráða-
neyti komizt til valda. Boström
nefnist formaðurinn og hefir hann
áður verið ráðgjafi og talinn spak-
ur að viti o^ ágætur stjórnmmála-
maður. Oskar konungur hefir
sæmt valmennið Sven Hedin að-
alsmannsnafnbót.
Slys hafa frétzt frá ýmsum
stöðum 10. þ. mán. fórst um 200
manns í kolanámu í Pennsylvaniu
í Ameríku. Annað slys kom þar
líka fyrir í þessum mánuði við
Gloversville. Tveir rafmagnsvagn-
ar ultu hver á eftir öðrum ofan
fjallshlíð unz þeir fóru út af
brautinni og fórust þar gersam-
lega og allir, er á voru. Peleé-
fjallið er sagt að sé enn þá að
gjósa í Vestureyjum. Það hafði
gosið 19. júní og eytt 22 hús í
Basse Pointe.
Sagt er að hræðileg kólera
gangi í Sundaeyjum hinum meiri
við Asíu og svarti dauði er að
stinga sér niður í Miklagarði.
Úr bæiium og greudinni.
„LAURA“ kom að kvöldi 18.
þ. m. með fjölda fólks. Fríherra
H. K. Jaden með frú sína Astu
frá Vínarborg. Einar Benedikts-
son kom frá Englandi með sinni
frú. Olafur bókavörður Jónsson
frá Chicago og Benedikt frá Skál-
holtskoti með konu og börn frá
Ameriku, ásamt fleirum þaðan.
Frá Höfn komu stúdentarnir Bjarni
Hjaltested og Jón Hallsson Isleifs-
son. Margir útlendingar höfðu og
komið, farþegar alls um 70 á
skipinu hingað.
Til Þiiigvalla
gengur luktur vagn á hverjum
laugardegi, og oftar, ef nógu
margir farþegar gefa sig fram.
Nánari upplýsingar gefur hr. Páll
Steingrímsson póstþjónn.
E>orst. J. Davíðsson.
Sveita- og
sjávarmenn
sem skulda mjer undir-
rituðum eru hjer með
vinsamlega beðnir að
greiða mjer það í vor
og í sumar, eða að öðr-
um kosti semja við mig
um það fyrir haustið,
en sje það ekki gjört,
neyðist jeg til að afhenda
skuldirnar til innheimtu.
Jóh. Jóhaimessoii,
skósmiður.
yið verzlun Sigf. Eymundssonar fást
mjög vandaðar „möbler“.
! Alt illIÍIIK|IÍI ] tekjeg að mjer nú þegar. ,! Vilborg Jónsdóttir jj 3 LAUFÁSVEG 3. ]
aaaiaiaaaiaiiiigiiisiaagiiaisiaiiaiiaim; \
FuntaiSt hefur úr á
Bankastræti, neðarlega. Vitja má
þess á Laugaveg 37.
Ta,pa,st hefur herða-
sjal, bleikt, frá Laugaveg 2 nið-
ur að Thomsensbúð. Skilist á
Laugaveg 37.
Notifl pia veðrifl.
Konum og körlum, gefst nú færi á að
fara til GEYSIS, á góðum hestum,
fyrir mjög sanngjarna borgun. Talið
við Dan. Danielsson fyrir næstkomandi
miðvikudag.
Ullostuskur
ætti helzt að senda til Egils Eyjólfs-
sonar, Laugaveg 31, sem lætur vinna
úr þeim vönduðust og ódýrust
fataefni. X alfatnaS
3 áln. tviíor., adeins
4 pd. tusliTir og
1 X3C3L. TJLL. Stúrt
úrval af sýnishornum.
Lægst vinnulaun. Minnst af ull.
jgjgy Gjörið svo vel að líta á sýnis-
hornin og verðið.
Fleiötoeizli með
koparstöngum og leðurtaumum
tapaðist fyrra sunnudag á Kolla-
fjarðareyrum. Finnandi er beð-
inn að skila mót fundarlaunum til
P. Pjeturssonar
Smiðjustig.
TcJdPftSTfc hefur nýsilf-
urbúin svipa frá húsi Eiríks
Bjarnasonar járnsmiðs að húsi
Kristj. Þorgrímssonar. Skilist í
búð Helga kaupm. Helgasonar.
tekur að sjer allskonar fata og
Ijerefta saum.
Vönduð vinna mjög ódýr.
Anna Benidiktsdóttir.
27 Laugaveg 27.