Auglýsarinn - 03.08.1902, Blaðsíða 2
106
AUG-LÝSAK.INN.
[3. ágúst 1902.
TJr bænuni og grendinni.
•f Séra Þorliell Éjarnason upp-
gjafaprestur síðagt á Reynivöll-
um lést 25. f. m. hér í bænum.
Yesta fór vestur um land á-
leiðis til útlanda 30. f. m. Fóru
margir með henni vestur.
í gærmorgun um það leyti,
sem veðreiðar hófust á Melunum
gengu heimastjórnarmenn þings-
ins út í kirkjugarð og lögðu
krans á leiði Jóns Sigurðssonar
forseta. Talaði Lárus sýslumað-
ur þar nokkur vel valin orð og
að því búnu lagði Tryggvi Gunn-
arsson kransinn á leiðið. Á hon-
um stóðu þessi orð:
„Jón Sígurðsson,
Frá lielniastjórnarmönnum
2. ágúst 1902“.
Hólar komu í nótt og með
þeim margir farþegar, þar á með-
al séra Jón Helgason.
Bruni. í gær 2. ágúst brann
bæjarhúsið á Varmá 1 Mosfells-
sveit til kaldra kola á hálfum
öðrum klukkutíma. Heyrzt helir
að kviknað hafi í ofnpípu. Flest-
um innanstokksmunum varð bjarg-
að fyrir ötula hjálp séra Ólafs á
Lágafelli. Konan var ein heima
með 2 ungbörn þegar eldsins
varð vart.
Haldin var hátíð í gær á Hóla-
velli i líkingu við þjóðhátíðir þær,
er hér hafa verið haldnar að und-
anförnu. Kl. 9 f. m. vóru veð-
reiðar haldnar á Melunum, reyndu
menn sig bæði á hestum og reið-
hjólum. KL HV2 gengu menn
upp á Hólavöll í skrúðgöngu og
kl. 12 var hátíðin sett. Árni
Gíslason talaði fyrir minni kon-
ungs, Jón Jónsson sagnfræðingur
fyrir minni íslands og þótti hon-
um segjast mjög vel, Guðlaugur
sýslumaður talaði fyrir minni
hátíðardagsins, en Ólafía Jóhanns-
dóttir fyrir minni Vesturheims
íslendinga. Kvæði höfðu ort Stgr.
Thorsteinsson fyrir minni íslands,
Hjálmar fyrir minni Rvíkur og
Jón Ólafsson fyrir Ameríkumönn-
um. Verðlaun hlutu þessir sem
hér segir:
Klárhestar:
I. 50 kr. rauðblesóttur hestur frá
Blesastöðum, 7 vetra.
II. 50 kr. rauður hestur Stein-
dórs snikkara.
III. 20 kr. jarpur eign Guðm.
Kláussonar.
Skeiðhestar:
I 50 kr. rauður hestur, eign
Ólafs i Lækjarhvammi.
II rauður hestur, eign Erlend-
ar Jónssonar (að norðan).
III 20 kr. rauðskjóttur hestur
eign Boga Þórðarsonar.
Kapphlaup:
drengja 5kr. Erlendur Hafliðas.
stúlkna 5kr. Sara Þorstcinsd.
Skáktafl:
Teflendur, hvítt: Indriði Ein-
arsson endurskoðari, svart
Pétur Zóphóníasson. Taflbyrj-
unin, er þeir tefldu, heitir
Evansbragð. Pétur Zóphó-
níasson vann taflið.
Glímur:
I 15 kr. Ásgeir Gunnlaugsson
verzlunarmaður.
II 10 kr. Jónatan Þorsteinsson
söðlasmiður.
Hjólreið:
10 kr. Ólafur Jónssou Ólafsson-
ar, bókavörður frá Chicago.
Úr heimi sálarinnar.
[Framh.].
Ed rétt í því að hanD var konainn
upp í rúmið þá heyra þau afarmik-
inn hávaða og skrölt í dagstofunni
og finna glöggt titringinn. Þeim
heyrðist gluggaDum skellt svo fast
aftur eins og allar rúðurnar væru
mölbrotnar. Hjónin hjeldu nú að
hér væri um óttalegan jarðskjálfta
að ræða og fóru þvi á fætur til þess
að rannsaka skemmdirnar í dagstof-
unni og fóru þangað inn, en þar
var ekkert að. Gluggarnir stóðu
opnir eins og við þá var skilið og
og var sem þeir hefðu aldrei hreyfð-
ir verið og stólarnir stóðu við þá.
Loftið var hreint og himininn stjörnu
bjartur. Það hafði hvorki komið
jarðskjálfti né vindblær hinn minsti.
Hávaðinn og titringurinn, sem hjón-
in urðu vör við var tóm ímyndun.
Parmentiers hjónin bjuggu á fyrsta
lofti og niðri í sama húsi bjó göm-
ul kona, sem átti skáp einn. Hurð-
in á honum marraði alltaf mjög ó-
þægilega þegar hún var hreyfð og
það hljóð höfðu hjónin líka heyrt
upp um nóttina, en gátu ekkert
skilið í þvi, hvað gamla konan væri
að gera inn í skáp um hánótt.
Það kom líka í ljós daginn eftir, að
hún hafði ekki lokið skápnum upp
um nóttina, heldur legið kyr í rúmi
sínu og ekkert heyrt, en bún var
svefnlétt eins og margt gamalt fólk
og kvaðst munda hafa heyrt þetta
hefði það eigi verið örðruvísi lagað
en vanalegur jarðskjálfti.
Þegar hjónin sáu að ekkert var
athugavert í dagstofunni, gluggarji-
ir ósDertir og allt í röð og reglu,
þá varð frú Parmentier ákaflega
hrædd. Hún hélt að einhver ógæfa
hefði hent foreldra hennar, sem hún
litlu áður hafði skilið við í Strass-
borg þegar hún giftist Parmentier.
En það reyndist síðar einungis hug-
arburður hennar, þeim leið vel í alla
staði en aftur á móti fékk hún fregn
um það, að kona, sem hafði verið
kennari hennar í Strassborg dóþessa
sómu nótt. Þessi kennslukona fór
til Vínarborgar og gat ekki séð
frú Parmentier eftir að hún giftist,
hafði hún margsinnis áður en hún
dó verið að harma það að hún
hefði orðið að skilja við sína kæru
lærimey, sem hún hefði unnað meira
en flestum öðrum.
Engir þeirra, er bjuggu í húsinu
urðu þessa varir nema þau hjón.
Tilþeirra enna var send þessi merk-
ilega dánarkveðja.
H.
André Bloch er maður nefndur,
ungur að aldri, söngmaður mikill og
vitmaður. Hann hafði unnið Róma-
verðlaun svonefnd og var einn limur
stjarnfræðingafélagsins í Erakklandi.
Maður þessi sendi Elammarion eft-
irfylgjandi skýrslu um svipaðan at-
burð, er við bar árið 1896.
„Kæri herra El.!
Það var júnímánuður 1896. Tvo
seinustu mánuðina, sem ég dvaldi í
Rómaborg, var móðir mfn þar stödd
líka. Hún bjó í húsi fast við Aca-
déraie de Erance á Gregorsgötu, þar
sem þér sjálfur bjugguð einu sinni.
Vegna þess að ég hafði ekki um
þetta leyti enn þá lokið við störf
mln áður en eg færi heim til Erakk-
lands, þá var það vandi móður minn-
ar, til þess að tefja mig ekki, að
hún gekk einsömul um bæinn sér
til skemmtunar og hitti mig ekki
fyr en um kl. 12 við morgunverð í
Villa Medici.