Auglýsarinn - 21.09.1902, Page 2
134
AUGLÝSARINN.
[21. sept.br. 1902.
(r bæiuini og grendiimi.
„Vesta“ kom 19. þ. m. Frá
Höfn komu: Páll Halldórsson
stýrimannaskólastjóri, Mattías S.
Þórðarson stud. mag., og Björn
Magnússon stúd. Frá Ameríku
komu Hreggviður Þorsteinsson frá
Meiðastöðum í ’ Garði og móðir
hans, hún alkomin til landsins, en
sagt að Hreggviður fari aftur vest-
ur. Sagt var að bólan vœri nú
að eins í sjúkrahúsinu í Þórshöfn
og allir ú batavegi, er höfðu feng-
ið hana, en eigi tók „Vesta“ þar
póst og engum var hleypt upp á
skipið. — Ennfremur kom séra
Magnús Jónsson í Vallanesi, frá
Seyðisfirði með 2 dætur sínar og
frk. Guðrún Blöndal og fjöldi af
kaupafólki.
Guðlaugr Guðmundsson
sýslumann hefir Vilhjálmur Þýska-
landskeisari sæmt krossi af arnar-
orðunni rauðu 3. flokki.
Dannebrogsmenn eru orðnir
Olafur Ólafsson bæjarfulltrúi (fyr
í Lækjarkoti). Jón Jónsson hreppst.
í Bygðarholti í Austur-Skaftafells-
sýslu og Páll Olafsson bóndi á
Akri í Húnavatnssýslu.
Útgefanda „Auglýsarans“
hefir borizt svolátandi bréf frá
einum lesanda blaðsins:
„Herra ritstjóri!
Þér hafið í nokkrum tölublöðum
„Auglýsarans“ ílutt greinar eftir
Flammarion „úrheimi sálarinnar“,
sem hafa á ser einkennilegan blæ
og eru skemmtandi og vekjandi
íyrir lesarann. Allir slíkir við-
burðir hafa mjög mikla þýðingu
óg virðast vera verðir athugunar.
Eg þori að fullyrða að slíkir við-
burðir eiga sér stað hér á landi,
og ef vel væri leitað, mundi margt
slíkt finnast hér, sem væri eins
eftirtektarvert.
Eg held að það sé jafnvert at-
hugunar, sem við ber í heimi sál-
arinnar hjá íslenzku þjóðinni sem
hjá öðrum þjóðum.
Væri ekki vert að gera tilraun
til þess að fá lesendur „Auglýs-
arans“ til að segja frá viðburðum,
sem ganga í líka átt og Flamm-
arion flytur?
Nöfn heimildarmanna, fyrir
slíkum viðburðum þyrftu ekki að
birtast. S.“
Utgefandi er algerlega á sama
máli og höfundur bréfs þessa og
álitur það æskilegt ef hægt væri
að fá íslenzkar sögur, sem gerð-
ust á sama svæði og sögur þær
hinar útlendu, sem blaðið hefir nú
um hríð flutt og nefnast: ,„Úr
heimi sálarinnar“. Vildum vér
því beina máli voru til lesenda
„Auglýsarans“ og leyfa oss að
skora á þá að senda oss slíkar
sögur. Vér hyggjum að nóg
muni vera af þeim mönnuin hér
á landi, er slíkar sögur kunna og
að slíkir sálarlegir viðburðir eigi
sér ekki síður stað á íslandi en
annarsstaðar. Vér vonum að
menn sinni þessu og mun nöfn-
unum verða leynt ef menn óska
þess, þótt þá sé að vísu eigi eins
na:g trygging fengin fyrir áreiðan-
leika sagnanna, sem nauðsyhleg
er þó, ef rannsaka ætti slíka við-
hurði með mælikvarða visindanna.
Frásagan um viðureign
Heklunga og götudrengjanna í
síðasta blaði „Auglýsarans“, sem
höfð var eftir tveimur sjónarvott-
um (sjómönnum), hefir re)rnzt of-
hermd. Sannleikurinn var, að
Heklumenn voru að æfa sig í
skilmingu fyrir vestan Landakot
og þyrftust að þeim strákar, er
létu mjög illa og fleygðu í þá
smásteinum. Voru strákarnir svo
nærgöngulir, að einn hruflaðist
örlítið. Einn drengurinn hafði
borið danska flaggmerkið í jakka
horninu og hafði þá einn liðsmað-
urinn sagt eitthvað í þá átt, að
hann hefði ekki leyfi til að bera
það merki þar sem hann léti svo
illa. Annars ekki viðhaft nein ó-
viðurkvæmileg orð.
„SkálhoIt“ kom í gærmorg-
un með fjölda manns. Sagt var
að farþegar hefðu verið hátt á
fjórða hundrað manns. Þar á
meðal Þorleifur kennari Bjarna-
son, séra Helgi Arnason í Ólafs-
vík.
Flest af íarþegunum kaupafólk
og námsfólk og starfsmenn
hvaðan æfa að norðan og vestan
Stýrimannaskólinn.
Forstöðumaður hans, lierra Páll
Halldórsson kapt., kom um dag-
inn með Vestu. Hefir leyst af
hendi í sumar erlendis vélmeist-
arapróf m. m.
Úr heinii sálarinnar.
[Framh.]
XVIII.
Vér höfum nú um hríð sagt mik-
inn fjölda sagna og svo má virðast,
sem þær sé í rauninni allar endur_
teking hvor á annari, þótt þær sé
verulega ólikar í sjálfu sér. Vér
viljum enn þá tilfæra nokkrar, sem
eru roeð talsverðum öðrum blæ, en
engn síður skemmtilegar aflestrar
og merkilegar til rannsókna. Vér
lítum svo á, að hver sá, sem les
þær, geti eins og stig af stigi orðið
lærðari í þessari vísindagrein, því
að sögunum er þannig niðurraðað.
Frú Adams í Parísarborg skrifaði
eftirfarandi bréf 29. nóv. 1898 til
herra Gastons Méry. Var það svar
upp á spurning, er hanu hafði sent
henni um „yfirnáttúrlega hluti“.
„Eg var uppalin hjá ömmu minni,
sem mér þótti óvenjulega vænt um.
Þótt hún gengi með hættulegan
sjúkdóm, var eg dulin þess af því
að eg hafði lika nýlega alið barn
og monti álitu, að eg myndi eigi
þola ueina geðshræring.
Eitt kvöld um kl. 10 var eg til
rekkju gengin og lét týra á nátt-
lampa. Eg hafði bluudað dálítið,
en vaknaði svo við grát litlu dóttur
minnar og í sama bili sá eg ömmu
mína standa við fótagaflinn á rúm-
inu míuu. Eg kallaði upp:
„Nei, amma mín, en hvað það er
gainan að sjá þig!“
Hún anzaði mér ekki, en strauk
hendinni upp um augun.
Eg sá tvœr galtómar augríatóftir!
Eg stökk í hálfgerðu ofboði ofan
úr rúminu og ætlaði að faðma ömmu
mína að mér og gá að hvort mér
missýndist ekki, en þá hvarf sýnin
i sama bili.