Auglýsarinn - 21.09.1902, Page 3

Auglýsarinn - 21.09.1902, Page 3
21. septbr. 1902. AU GLÝSAEINN. 135 En amma mín var þá dáin fyrir 2 tímum_. Hún dó kl. 8 um kvölddð. XIX. Hr. Jules Clavetie svaraði sömu spurning og frú Adams með þessum tveimur sögum (1. des. 1898): A. Þegar eg átti heima í bænum Radevant í Périgord hjá afa mín- um, þá var þar gamall maður hjá honum, er Montpézat hét. Eina nótt kom hann hlaupandi inn í svefnstofu okkar afa, vakti afa minn og sagði: „Hún frú Pélissier er dáin! Hún hlýtur að vera dáin, — því að eg sá hana!“ Prú Pelissier var systir afa míns og var gift í Parísarborg. Um það leyti vóru engir málþræðir og bréf gat ekki komist á skemmri tíma til Périgord en á 4 dögum. Svo kom bréf seinna og þá sáum við að frú Pelissier hafði einmitt dáið sömu nótt og stund, sem Montpézat gamli hafði rokið upp úr rúminu í ofboði og sagt afa minum að hún væri dáin. B. Einn af móðurbræðrum mínum var hermaður. Móðir hans og bræð- ur áttu heima í Nantes. Þegar hann kom heim að finna þau var hann allt af vanur að dumpa á rúð- u í stofuglugganum niðri og það þýddi allt af: „Ég er kominn!“ Eitt kvöld voru þau öll heima og þá heyra þau að dumpað er á rúð- una. Amma mín stóð upp glöð á svip og segir: „Það er hann, nú kemur hann úr hernum!11 Þau luku upp húsinu en þar var enginn. En rétt á þeirri mínútu var móðurbróðir mim drepinn af veiðimanni einum í Tyról við Wagram. Skotið var óviljandi. XX. Eftirfylgjandi saga er sögð af stórhýsasmið Henriquét í viðurvist aðalritstjóra blaðsins „l’Independant,,, er heitir Eymar La Peyre írá Berg- erac og af hr. Montégoút, sem er undir maður við stjórn betrunár- nýlendunnar Saint-Maurice-du Ma- roni (á frönsku: Gruyana). Þessi maður er frá Saint- Alvére (Dordogne) og er æskuleikbróðir La Mothé- Pradelle þingmanns: 4. febrúar 1888 reis hr. Monté- goút árla úr rekkju til þoss að fara í umsjónar ferð i fangnýlendunni. Þegar hann kom heim til að borða morgunskattinn, þá sagði kona hans við hann : „La Monthé-Pradelle er dáinn“. Honum brá dáiítið við að heyra þessa frétt, en þegar hann átt- aði sig, þá sagði kona hans hon- um þessa sögu: Hún hafði vaknað um nóttina og um leið og hún iauk upp augunum, sá hún La Monthé -Pardel e, sem tók fast í hendina á henni og sagði: „Núvarégað deyja vertu sœl!“ Út af þessari sögu fór hr. Monté- goút að stríða konu sinni, því hann þóttist viss um að hana hefði dreymt þetta allt. Hún staðhæfði aftur á móti að hún verið glaðvakandi þeg- ar hún sá sýn þessa. Einum eða tveimur dögum seinna var fólk boðið til miðdegisverðar hjá hr. Montégoút. Hann sagði þá gestunum frá öllum þessum atburði og hann og gestirnir hlógu allir að konu Montégoúts. Porstjóri nýlend- unnar var sá eini, sem sagði .í al- vöru að hann ímyndaði sér að þetta væri regluleg andans opinberun og það mætti álykta af því að nefndur þÍDgmaður hlyti að vera dauður. Um þetta efni varð svo mjög tjörug og skemmtileg borðræða og endaði hún með þvi, að það var veðjað og átti sá, er tapaði, að bjóða öllum hinum til miðdegisverð- ar. Sex eða átta vikum seinna kom til nýiendunnar eitt biað af „l’Inde- pentant'1 og stóð í því, að þing- maðurinn frá Dordogne, La Monthe- Pradelle hefði dáið nóttina á milli 3. og 4. febrúar 1888. Þetta er það, sem hr. Montégoút hefir sjálfur sagt- hr. Henriquet, og og þar að auk er frásögnin staðfest af frú Montégoút sjálfri. XXI. Þessi saga er sögð Dr. Dariex af málfærslumanni Riondel í Monté- linnar: „Eg átti bróður, sem var mikið yngri en eg, (hann dó á fertugasta árinu 2. apríl síðastliðinn). Hann var settur við málþráðar- stöð í Marselju. Hann hafðl lengi átt heima í nýlendunum og hafði misst á því heilsuna. Loks fékk hann hitasóttina gulu og gerði út af við hann, þótt menn byggjust ekki við að bún mundi svo skyndi- lega binda enda á líf hans og raun varð á. Sunnudaginn 1. apríl í fyrra skrifaði hann mér bréf og sagði mér f því að heilsan væri góð. Næstu nótt, aðfaranótt mánudags- ins, vaknaði eg skyndilega við ó- vanalegan og ákaflega mikinn há- vaða, eins og steinum væri kastað inn í stofuna og velt eftir gólfinu. Eg bjó einn í stofunni og dyrnar harðlæstar. Bæði úrið mitt og vekjaraklukkan vísuðu eins og voru þrjú kortér i tvö. [Pramh.J. Smælki. Hún: „Eigum við virkilega að fá hest og vagn þegar við erum búin að gifta okkur, til jþess að geta ekið? Hann: „Já, ef hann faðir þinn hefir ekkert á móti því“. Hún: „Hvað skyldi hann svo sem hafa á móti því?“ Hann: Að „B0RGA!“ Réttlátur eiginmaður sagði við einn vina sinna: „Mér dettur aldrei í hng að skipa konunni minni neitt, hún fær að gera hvað sem hún vill“. Vinurinn: „En hvað gerir þú?“ Gifti maðurinn: „Jeg? — Já, eg geri líka allt það, sem hún vill. A\. „Menn hafa misjafna skoð- un á því, hvort að „lotterí“ séu siðferðileg eða ósiðferðileg“. B: „Já, mér finnst það vera allt undir því komið hvort menn vinna eða tapa“. A: „Kona mín! Þegar ég er dauður, þá skaltu alls ekki vera að hugsa um að setja kross eða krans á leiðið mitt, það eru ó- þörf útgjöld. Mér er nóg ef þú kemur einu sinni, eða tvisvar á ári út í kirkjugarð og sezt á leið- ið mitt. Gamla konan sagði við konu eina, sem nýlega var orðin ekkja: „Maðurinn þinn sálugi var gædd- ur mörgum ágætum eiginleikum“. Ekkjan: „Já, það segja allir, ég þekkti hann því miður svo lít- ið, því að hann var meðlimur í 20 félögum.

x

Auglýsarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Auglýsarinn
https://timarit.is/publication/272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.