Auglýsarinn - 02.11.1902, Blaðsíða 3

Auglýsarinn - 02.11.1902, Blaðsíða 3
2. nóvbr. 1902.J ÁUGrLÝSARINN. 161 Hvað borgar sig betur en að kaupa ÍJSlOXlZSlSLÍX SKÓtaiXÍÖ. Ég einn hef alltaf nóg fyrirliggjandi bæði GrÖTUSTÍGYÉL og haltlgóða lirersdags og S P ílTÍS T^. Ó , Verðiö er lægra en nokkur býður. Egill Eyjólfsson, skósmiður. 31 Lauga-veg 31. þar vóru margir á ferð og i 100 métra fjarlsegð var veitingáhús. Eg var í góðu skapi, fullur af æskuíjöri og lífslöngun og ekkert var í kring um mig, sem gat fengið mig til þess að láta hugann hlaupa afvega. Nokkrir bændur gengu fram hjá mér. Allt i einu stóð „svipur“ fyrir framan mig og það svo nærri, að ef það hefði verið mennskur maður, þá hefði hanu snert mig. Allra snöggv- ast skyggði hann á útsýnina fram undan mór og gat eg ekki gert mór grein fyrir ummáli svipsins nákvæm- lega, en eg sá varir hans bærast eins ©g þær mæltu eitthvað. Augun horfðu fast á mig og stingandi með innilegum og alvarlegum svip. Eg hrökk samau og hörfaði aftur á bak. Osjálfrátt og nokkuð hátt sagði eg við sjálfan mig: „Guð minn góður þetta er hann Harrison!“ þrátt fyr- ir það, þótt eg hefði ekki hugsað um hanu í þessu augnabliki. Eftir 5 sekúndur, sem mér fannst verða eins og eilífð, hvarf svipurinn. Eg stóð uokkur anguablik eins ognegld- ur við blettinn og sú undarlega til- finning er eg varð var við gerði það að verkum, að eg . efaðist alls ekki um, að eg hefði séð sýn. Mér fannst blóðið frjósa í æðum mér, taugar mínar vóru sterkar og rólegar, en eg fann einhvern dauðakulda, sem stóð yfir í heilan tima og yfirgaf mig svo smátt og smátt eftir þvi sem blóðið komst í betri hreyfing. Eg hef aldrei, hvorki fyr eða síðar fundið til annars eins. Þegar eg kom heim, talaði eg ekkert um þetta> við kvennfólkið til þess að hræða þær ekki og þessi óþægilega tilfinn- ing mín hvarf sniámsaman. FlækÍDgur verður milj- ónamaður, • Það munu verða færri meun, er jafnast geti við auðmanninn „Sandy Flaherty11 með það, að komast á örstuttum tíma úr auð- virðilegustu fátækt og verða milj- ónaeigandi. Fyrstu tíu ár æíi sinnar ólst hann upp á fátækrastofnun, því að þangað var hann færður af konu einni, er hafði fundið hann reifaðan í umbúðapappír á götu- horni í Moberley í Bandaríkjun- um. Þegar hann fór af þessari stofnun var hann á flækingi og var settur inn þegar hann var á 14. árinu fyrir flakk í Omaha. Nú sem stendur á hann auð- ugnstu námurnar í grend við bæ- inn Dawson og ráðsmaður hans hefir 18,000 kr. laun árlega fyrir það að stjórna öllu fyrir Sandy. Þá er hann hafði þjónað öll- um hinum auðvirðilegustu em- bættum. sem til geta verið, frá því hann var flækingur, til þess að hann varð matsveinn á hvalveiða- skipi, þá bar svo við einu sinni að t'kipverjar flutt i hann á land í St. Michacl dauðveikan af tauga- veiki í maímánuði 1897 og þar hefði hann líklega hrokkið upp af ef Eskim óatiskimenn nokkrir hefðu ekki aumkvast yfir hann og stundað hann með mestu ná- kvæmni, unz hann fór að skríða saman. Hann fór þá að hugsa um hvernig hann ætti að f'ara að því að græða svo mikið, að hann gæti komist aftur til Bandaríkjanua. En þá kom allt í einu houum til eyrna fréttin um gullfundinn í Klondyke. Nokkrir menn tóku sig sig þá saman og sigldu á smáskipi einu frá St. Michael upp eftir fijótinu til Dawson. Flaherty var tek- inn fyrir matsvein og átti þannig að vinna af sér fargjaldið. Þeg- ar hann var kominn til Dawson útvegaði vesalings Flaherty sér aftur atvinnu sem matreiðslumað- ur í ljótum furubjálkaskáfa, er slegin hafði verið samau mjög iila og var hafður fyrir snæðingshús. Laun hans þar voru 12 sterlings- pund um vikuna (216 krónur). Einn þeirra manna er át þar nónmat daglega var fæddur í Klondyke. Hann átti 2 námur við Dominionflóann og voru það auðugustu námurnar. Einn góðan veðurdag fékk mað- ur þessi vitleysukast (delerium) og Flaherty stundaði hann unz hann varð frískur a‘tur. Námu- eigandinn gaf svo Flaherty í launaskyni aðra námuna sína, sem minna gaf afsér. Daginn eftir hætti Flaherty vinnu sinni og fór að grafa gull. Hann vann baki brotnu í nám- unni og í lok októbermánaðar 1897 fékk hann 12 kr. fyrir hverja pönnu af þvegnu gulli. Gamli námueigandinn, sem gaf Flaherty þessa námu fékk nú aft- ur kast og bauð nú Fiaherty allt sem hann átti fyrir 60 pund af gulisandi. Flaherty tók þessu boði og frá þeim degi er hans dæmalausa heppni, í því að kaupa og selja námur, umtalsefni í bænum Daw- son. Hann hefir alls yfir keypt og selt 15 námur-í grend við Dominion-flóann og á nokkrum þeirra hefir hann grætt 20,000 sterlingspund. Hann er ekki einuugis slung- inn „forretningsmaður“, heldur þekkir hann út í æsar landið og gildi námanna. Fyrir einu ári keypti hann 2 námur við Beevervíkina fyrir 5000 pund. Þegar hann hafði haft upp úr henni 50 pund af gulli seldi hann hana 2 mánuðum seinna fyrir 8000 sterlingspund. Þetta er eitt af þeim mörgu dæmum um heppni hans við kaup og sölu á námum. Árið sem leið 1901 í júnímán- uði sendi hann 300 pund af gulli í banka í San-Francisco. í öðr- um banka á hann á vöxtum sem svarar 100,000 pundum og auk þess á hann margar þúsundir i skuldabréfum og reiðu peningum. Svona er þá í stuttu máli æfl- saga þessa foreldralausa flökku- drengs. Hún er ótrúleg og æfin- týrisleg, en alveg sönn. Menn hafa reiknað það út, að Búastríðið hafi kostað þessi 2 ár sem það stóð yfir 3,600 kr. um hverja mínútu.

x

Auglýsarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Auglýsarinn
https://timarit.is/publication/272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.