Auglýsarinn - 14.12.1902, Page 4

Auglýsarinn - 14.12.1902, Page 4
102 AUGIiÝSARINM. [14. desembr. 1902 brigði, sem hlutu að lýsa sér í andliti hans þegar hún neitaði honum. Hún sagði því eins vingjarn- lega og henni var mögnlegt, að þeirra líf mundi ekki geta sam- einast, en hún skyldi þó allt af dást að honum og virða hann, en sér finndist, að bæði hans og hennar framtíð hlyti að verða ó- gæfusöm, ef hún gæfi jáyrði sitt. Það voru hrífandi orð, sem hún sagði, og hún reyndi eins og hún gat að orða þetta svo að það særði hann ekki til muna, en hún sá það ekki, að hann var allt af að skrifa í vasabókina sína á meðan hún var að tala. Þegar hún var búin að ljúka máli sinu, stóð hann upp, stakk á sig vasabókinni, rétti henni hendina og sagði vingjarnlega : „Eg mun allt af vera yður mjög þakklátur“. „Hvað meinið þér?“ „Þér sögðuð þetta allt svo fallega, að eg er yður óumræði- lega þakklátur fyrir. Egernefni- lega að skrifa skáldsögu og í henni kernur það atriði fyrir, að ung stúlka neitar bónorði manns. Eg vildi nú ekki hafa þenna í- myndaða stíl á því, eins og flest önnur skáld hafa gert, heldur fá orðin lifandi og eins og þetta gengur fyrir sig í reyndinni. Þér eruð sú sjöunda unga stúlka, sem eg hef nú biðlað til í þessu skyni, en allar hinar hafa gefið mér já nema þér. Ef þér nú hefðuð líka sagt já, þá hefði eg algerlega misst móðinn með að hugsa til að fá þessi neitunarorð einnar stúlku lifatjdi í skáldsögu mína“. 12,000 kr. um árið gýnist ekki vera svo lítil laun handa pósti. Þó hefir stjórnin í Bandríkjun- um gengið illa að fá mann, sem fyrir þessa upphæð vildi flytja pósttösknna á milli Eagle og Valdery í Alaska, Fjarlægðin er 104 mílur og pósturinn fer þessa leið tvisvar á mánuði í sleða, er hundar draga. Það mun vera lengsta og erfið- asta póstferð i heimi. Hugað fólk; Merkileg bjónavígsla fór nýlega fram í dálitlu þorpi í grend við Michigan (í Bandaríkjunum). Brúð- guminn var dálítið sérvitur og auðugur vel. Honum datt þá í hug að láta hjónavígsluna fara fram í ljónabúri og gerði því svofeldan samning við ferðamann einn, sem flutti með sér fjölda villidýra til að sýna að hann vildi Ijá honum búr, sem mannskætt karlljón var í. Brúðguminn fann svo prestinn eins og lög gera ráð fyrir, en hann var ófáanlegur til þess að fara inn í búrið, en úr vandanum var ráðið með því móti, að presturinn stóð fyrir utan búr- ið, hélt þar ræðu sína og lagði hinar vanalegu spurningar fyrir brúðhjónin og lauk hann svo bjónavígslunni, en brúðhjónunum varð ekkert mein af Ijóninu. Fyrir skömmu fékk maður nokk- 200 krónur fyrir það að fara inn í ljónabúr og spila dóminó við dýratemjarann í votta viðurvist. 1 bænum Ely rakaði rakari mann einn dag í ljónabúri og fékk 100 kr. fyrir. Ameríksk stúlka, sem var mjög lagleg átti biðil, er var mál- færslumaður. Hún hafði lofað að gefa honum svar annaðhvort af eða á eitt kvöld í leikhúsi þar sem dýratemjarar ætluðu að sýna villidýr. Þegar því var lokið ætlaði hún að koma inn á leik- sviðið og bíða þar biðils síns. Þegar hann kora inn á leiksvið- ið varð hann sem þrumulostinn er hann sá stúlkuna brosa framan í sig, sitjandi fyrir innan grindurn- ar í búri þar sem tvö fullorðin ljón vóru í. Hún lofaði að ganga að eiga hann ef hann hefði hug til að koma inn til hennar í búr- ið, en hann snerist við á hæli og flýtti sér burt án þess að segja eitt einasta orð og varð svo af kaupinu. í sumar kom það fyrir í Par- ísarborg, að slátrari gekk inn í búr til þriggja stórra ljóna og drakk þar flösku af víni og spil- aði nokkur spil við dýratemjar- ann. En þegar hann ætlaði út, tók hann glasið sitt og kastaði því af glettni í hausinn á einu lj'minu. Þá var öllu lokið og ljónið trylltist, það stökk á mann- inn og reif hann til bana áður en dýratemjarinn gat áttað sig og bjargað honnm. Þessa voðasjón horfði fjöldi manna á. Brúðarkransinn í Danmörku og Þýzkalandi er úr myrtusblómstr- um, en í Englaudi úr orange- blómstrum í Ítalíu og Sviss úr hvítum rósum, en á Spáni úr rauðum rósum. Á Grikklandi og eyjunum þar í grennd er krans þessi fléttaður úr vínblöðum. Áhrif prédikunar. Hans: „Hvað á eg að gera við sparikassann minn?“ Móðirin: „Þú átt að geyma hann. Það er ein króna í hon- um, sem hún frænka þín gaf þér og fáeinir aurar, sem eg og hann pabbi þinn höfum lagt í hann.“ Hans: „Nei, mamma, nú á eg ekkert í honum, eg er búinn að eyða því öll.“ Móðirin: „Hefirðu eytt því, hvernig þá?“ Hans: „Manstu ekki eftir að presturinn sagði í gær í kirkj- unni, að maður mætti ekki geyma peninga sína og auðæfi, því flýtti eg mér að taka peningana og eyða þeim öllum.“ Það væri æskilegt að þeim fáu stóru trjám sem enn þá eru til í Kalíforníu. væri þyrmt fyrir öksi viðarhöggmannsins. Sum af trjám þessum eru 5000 ára gömul, 300 fet á hæð og 30 fet í gegnum stofninn. Þau halda áfram að vaxa. í fyrri daga voru þessi tré á stórum svæðum í Ameriku og Evrópu en nú eru fá eftir en það eru þessi Kali- forníutré. Einn fimmti partur af öllum hjónum í Frakklandi er barnlaus* Yfir 2000 manna í París karla og kvenna lifir af því að spá.

x

Auglýsarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Auglýsarinn
https://timarit.is/publication/272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.