Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 1

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 1
Formáli Um nokkurt árabil hefur útgáfa ársrits B.S.A. fallið niður. Fundargerðir aðalfunda, reikningar og ýmsar skýrslur, sem í ársritinu haJa birtst, hafa því ekki komið út þetta tímabil. Nú er áætlað að taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið, og hefja útgáfu ársritsins á ný og útgáfa ársritsins 1979 er nú í undir- búningi. Eðlilegt þótti að prenta efni það, sem safnast hefur fyrir frá árunum 1975 - 1978, í sérstakt hefti en það er sá bæklingur, sem hér birtist, er út úr því kom. Ársrit 1979 tekur svo við af því og verður það með hefðbundnu sniði. Þetta hefti inniheldur fundargerðir aðalfunda þessi 4 ár, skýrslur, sem þar voru fluttar ásamt ársreikningum B.S.A. og R.S.A., einnig ýmsar skýrslur, sem safnað er í sambandi við starfsemi búnaðai - sambandsins. Þótt efni þetta sé orðið gamalt, var álitið að æskilegt væii að þeir, sem ársritinu halda saman, fái þannig samfellda heim- ild um það efni, sem ársritin hafa fjallað um. Efni þetta var líka ýmist fullbúið til prentunar eða næstum því það Og því um litla undirbúningsvinnu að ræða. í von um að bændur á svæðinu meti það að fá þetta bókarefni í aðgengilegn formi þótt seint sé hafa stjórn og starfsmenn sam- bandsins hrynt þessari útgáfu í framkvæmd.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.