Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 3
Numið og frætt í Hlíða-
skóla og Laugarnesskóla
Bæði í Hlíðaskóla og Laugarnes-
skóla voru undir vorið haldin námskeið
í öllum deildum 6 bekkjar með sama
sniði og í Breiðholtsskóla og undir
stjórn skólastjóranna. Þegar starts-
hóparnir höfðu lokið vinnu sinni komu
þeir saman i bekknum og kynntu hver
sitt efni með erindum og myndum
Sjöttu-bekkingar t Hlíðaskóla buðu 11
ára nemendum á þessa lokakynningu,
hver deild einni 5,-bekkjardeild, en í
Laugarnesskóla fóru 6.-bekkingar með
efni sitt í allar deildir 4. og 5. bekkjar og
auk þess tvær detldir 3. bekkjar sem
Sjöttubekkingar í Breiðholtsskóla. Hlíðaskóla og
Laugarnesskóla kynntu sér gögn um áhrif tóbaks-
neyslu, teiknuðu veggmyndir og glærur og héldu
fræðslufundi með yngri skólasystkinum sinum.
Myndin er úr Breiðholtsskóla
báðu um það sérstaklega. Auk þess var
í Laugarnesskóla haldinn sameigin-
legur fundur allra 6.-bekkjardeilda þar
sem flutt var efni frá þeim öllum
Leikið, ort og sungið
í Vogaskóla
Ekki vannst tími til að halda sérstakt
námskeið í 6. bekk Vogaskóla, en
ýmislegt var gert í sambandi við baráttu
gegn reykingum, rætt um málið í
kennslustundum, skrifaðar ritgerðir,
ortar vísur og kvæði, jafnvel búinn til og
fluttur leikþáttur um skaðsemi reyk-
inga.
Loks var haldinn sameiginlegur
fundur 6. bekkinga. Þar voru sungnar
baráttuvísur, flestar heimatilbúnar, og
flutt nokkur ávörp. M.a. talaði Gísli
Þorsteinsson, Norðurlandameistari í
Júdó, en honum hafði verið sérstak-
lega boðið á fundinn.
Hér fer á eftir sýnishorn af kveðskap
6. bekkinga i Vogaskóla. Vísurnar eru
eftir Guðmund Atla Pálmason í 6. E.E.
Að reykja er bæði rangt og Ijótt
reykur heilsu eyðir.
Miklar fúlgur fljúga skjótt
fara vondar leiðir.
•>❖❖
Kæri vinur, snöggur snú
að snöru tóbaks gættu.
Ef þú reykir, rétt er nú
að reykja ei meira, hættu!
Þáttur læknanema
í baráttunni
I vor heimsóttu læknanemar undir
forustu Benedikts Sveinssonar og
Halldórs Jónssonar 1 bekk unglinga-
stigs í 6 barna- og unglingaskólum á
Reykjavíkursvæðinu. Fluttu þeir nem-
endum fræðslu í máli og myndum um
skaðsemi reykinga og svöruðu fyrir-
spurnum Fræðsla þessi var í tengslum
við herferðina í 12 ára bekkjum barna-
skólanna Tókst hún mjög vel og
standa vonir til að læknanemar taki á
næstu árum vaxandi þátt í fræðslu-
starfi á þessu sviði.
Heimsókn í
Heyrnleysingjaskólann
Nokkrir 12 ára nemendur Breið-
holtsskóla heimsóttu í vor Heyrnleys-
ingjaskólann í Reykjavík og héldu
fræðslufund um skaðsemi tóbaks-
nautnar fyrir nemendur skólans Að
sögn kennara við Heyrnleysingjaskól-
ann var þessi heimsókn mjög ánægju-
leg og áhrifarík.
Niöur með
tóbaksauglýsingarnar!
Fulltrúar 6.-bekkinga i Hvassaleitis-
skóla fóru í vor í þær verslanir í hverfinu
þar sem tóbaksauglýsingar voru
hafðar uppi. Færðu þeir kaupmönnum
áskorun, undirritaða af öllum 6.-bekk-
ingum í skólanum, um að taka niður
allar tóbaksauglýsingar í búðinni.
Tveir kaupmennirnir létu taka aug-
lýsingarnar niður samdægurs, annar
þegar í stað að sendinefndinni við-
staddri og bauð meira segja upp á
súkkulaði!
Þess ber að geta að 6 -bekkingar í
Hlíðaskóla lögðu spurningar varðandi
sölu og auglýsingar á tóbaki fyrir
nokkra kaupmenn í Hlíðahverfi.
Nemendur í enn öðrum skólum, t d
Álftamýrarskóla, hafa undirbúið atlögu
að tóbaksauglýsingum í verslunum.
Vantaði einn aldursflokk
Svo var það konan sem sagði frá því
að hún hefði heyrt að nú væri eins og
vantaði einn aldursflokkinn í sjoppuna í
hverfinu, 12 ára börnin!
Úr reyknum í hreint loft
Andstaða gegn reykingum fer vax-
andi i framhaldsskólum sem víðar í
Menntaskólanum á Akureyri gekkst
heill bekkur fyrir stofnun félagsins
„Hreint loft í M.A.“ eða HLÍMA. Berst
það gegn reykingum i skóla og utan og
fyrir rétti og hagsmunum þeirra sem
reykja ekki. Félagið var stofnað í
nóvember s.l. Tókst því m. a. að fá
reykingar takmarkaðar við sérstakt
reykingaherbergi á árshátíð skólans.
í bréfi frá HLIMA til Krabbameins-
félags Reykjavíkur segir m a „Tíminn
vinnur með okkur. Almenningsálitið
breytist stöðugt okkur í hag Því er ekki
ástæða til annars en horfa björtum
augum fram á við'L HLIMA kveðst vera
mjög hlynnt samstarfi við önnur sams
konar félög í öðrum skólum og annars
staðar Formaður félagsins er Jón S.
Möller.
I mars stofnuðu nemendur við
Samvinnuskólann í Bifröst félagið
„Samvinnuskólinn úr reyknum"
skammstafað SÚR (súr getur merkt
súrefni). Félagið gekkst fyrir áróðurs-
og fræðsluviku i skólanum s. hl.
mánaðarins með skjótum og góðum
árangri. Á þessari tóbaksviku fluttu
SÚR-félagar erindi og sýndu kvik-
myndir Einnig var kvöldvaka þar sem
flutt var „ópera um ógæfulíf reykinga-
mannsins Krabba Hóstasonar'' For-
maður SÚR er Magnús Gíslason.