Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.1993, Side 1
Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Útgefandi:
Krabbameinsfélag
Reykjavíkur, Skógar-
hlíð 8, Reykjavík.
Abyrgðarmaður:
Jóhannes Tómasson
1. tbl. 12. árg. des. 1993
Fylgt úr hlaði
Stjórn Krabbameinsfélags
Reykjavíkur hefur um skeið rætt
nauðsyn þess að hafa meira
samband við félagsmenn til að
upplýsa þá betur um starfsemi
félagsins og markmið. Því er farið
af stað aftur með útgáfu blaðsins
Takmarks og nú í formi
félagsfrétta.
Takmark á rætur að rekja allt til ársins
1976. Það var gefið út um tíu ára skeið
og helgað baráttunni gegn reykingum
sérstaklega og einkum dreift til bama
og unglinga í skólum landsins.
Ekki er ætlunin að gefa út glæsitímarit
oft á ári heldur senda ykkur stuttar
fréttir á einfaldan og ódýran hátt.
Starfsmenn og stjóm sjá um útgáfuna
og koma á framfæri því sem þurfa
þykir. Hugmyndin er einnig að nota
fréttabréfið sem kynningu á félaginu í
því skyni aðfá fleiri til að gerast félagar.
ábendingarfráfélagsmönnum. Hringið
í starfsmenn eða skrifið okkur línu! Og
munið að nýir félagar eru ávallt
velkomnir.
Stjórnin
Eftir aðalfund Krabbameinsfélags
Reykjavíkur 29. mars sl. er stjómin þannig
skipuð: Formaður er Sigríður Lister
hjúkrunarforstjóri, varaformaðurÞórarinn
Sveinsson yfirlæknir, gjaldkeri Ólafur
Haraidsson aðstoðarsparisjóðsstjóri og
ritari er María Sólveig Héðinsdóttir
skólastjóri. Meðstjórnendur eru Erla
Einarsdóttir gjaldkeri, Katrín Fjeldsted
læknir og S veinn Magnússon héraðslæknir.
Varamenn eru Gyða Baldursdóttir
hjúkrunarfræðingur, Guðjón Vilbergsson
læknir og Jóhannes Tómasson blaðamaður.
í fræðslunefnd félagsins em þau María
Sólveig sem er formaður, Gyða, Þórarinn
og Jóhannes svo og Reynir Tómas Geirsson
læknir.
Auk þess að birta fréttir af starfseminni
verður blaðið opið fyrir stutta pistla og