Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.1993, Blaðsíða 3

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.1993, Blaðsíða 3
Öflugt fræðslustarf í grunnskólunum Senn eru liðin 18 ár frá því að K.R. hóf í samráði við skóla- og heilbrigðisyfirvöld skipulegt og sam- fellt fræðslustarf í grunnskólum landsins. Uppistaðan í þessu starfi eru heimsóknir til nemenda í kennslustundum til að fræða þá í máli og rnyndum um skaðsemi tóbaksneyslu og gildi heilbrigðra lífshátta. í vetur er þessi fræðsla með hefðbundnum hætti, farið í alla 6. til 10. bekki á höfuðborgarsvæðinu, á Suðumesjum og þeim stöðum öðrum þar sem venja er að koma árlega. Jafnan hefur verið kappkostað að fara í sem flesta skóla utan þessara svæða og verður svo enn, endahafamargaróskirumþað boristfrá landsbyggðinni. í fyrra náðu heimsóknir félagsins til meira en 14 þúsund grunnskólanema í 57 skólum. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, krabbameinsfélögin á Austurlandi og Krabbameinsfélag Ámessýslu héldu auk þess uppi sams konar fræðslu á svæðum sínum með aðstoð frá K.R. Mikilvægt er að þetta starf krabbameinssamatakanna sé öflugt ognái semvíðast. Þaðávafalaustmikinn þátt í að stórlega dró úr reykingum bama og unglinga hér á landi. Séu þær aftur að aukast er það hvatning til enn meira átaks. Happdrætti Krabbameinsfélagsins leggur til bróðurpartinn af því fé sem þarf til tóbaksvamastarfsins í skólunum. Reyklausir vinnustaðir Árið 1992 stóð Tóbaksvamanefnd fyrir átaki sem nefndist: Hreint loft í heila viku. Enn gætir áhrifa þess og berast félaginu oft óskir um fúndi til að ræða um reyklausa vinnu- staði.Hafa um 30 vinnustaðafundir verið haldnir á árinu. Mörg hundmð vinnustaðir hafa þegar tilkynnt að þeirséureyklausir. Flugleiðirhf.er fjölmennasta fyrirtækið sem í hlut á. Allar starfsstöðvar þess em reyk- lausar. Nokkur bæjarfélög hafa leitað ráðgjafar hjá Krabba- meinsfélaginu um takmörkun á reykingum. Jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins Seinna happdrætti Krabbameins- félagsins var óvenju síðubúið í ár. Miðar vom ekki póstlagðir fyrr en í lok nóvember. Þetta var af ráðnum huga gert til að stytta tímann frá útsendingu til dráttar. Fyrir bragðið þótti nafnið haust- happdrætti ekki lengur við hæfi en þess í stað er talað um jólahappdrætti enda dregið 24. desember svo sem verið hefur. Meðal vinninga em fjórir bílar af Opel gerð. í jólahapppdrættinu em það konumar sem fá miða senda og satt að segja hafa þær jafnaðarlega veitt happdrættinu enn ömggari stuðning en karlamir.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.