Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2002, Blaðsíða 1

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2002, Blaðsíða 1
V Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur Útgefandi: Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Skógar- hlíð 8, Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Jóhannes Tómasson 1. tbl. 21. árg. mars. 2002 Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur 25. mars 2002 Kynning á Krabbameinsmiðstöð Landspítala - háskólasjúkrahúss Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 25. mars 2002. Fundurinn verður í húsakynnum Krabbameinsfélagsins, Skógar- hlíð 8 og hefst kl. 20.00. A dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf og önnur mál. Að lokn- um aðalfimdarstörfum, kynna Helgi Sigurðsson forstöðumaður og Þóra Jónsdóttir eðlisfræðingur starfsemi Krabbameinsmiðstöðvar Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hlutverk hennar er m.a. að stuðla að bættri meðferð krabbameina og að efla vísindavinnu. Krabbameins- tilfellum hefur tjölgað á undanförnum árum og frekari aukning er áætluð á þeim næstu. Samhliða er búist við miklum framförum á sviði krabbameins- lækninga. Félagar sem vilja gefa kost á sér í Helgi Sigurðsson forstöðumaður Krabbameinsmiðstöðvar Landspítala - háskólasjúkrahúss. stjórn og nefndir eru vinsamlega beðnir að setja sig í samband við Guðlaugu B. Guðjónsdóttur fram- kvæmdastjóra félagsins fyrir aðal- fundinn í síma 540 1900. Kaffiveitingar verða að loknum fundi. Nýir félagsmenn velkomnir.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.