Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2002, Blaðsíða 4

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2002, Blaðsíða 4
Handbók fyrir heilbrigðisstarfsfólk í vor kemur út handbókin „Tært loft - handbók fyrir heilbrigðis- starfsfólk“, sem inniheldur grein- argóðar leiðbeiningar um það hvernig hægt er að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Handbókinni verður dreift á allar heilbrigðisstofnanir á landinu og kennslustofnanir heilbrigðisstétta. Hún er gefin út í minningu Ingileifar Ólafsdóttur hjúkrunarfræðings og fræðslufulltrúa Krabbameinsfélags- ins sem vann ómetanlegt starf í þágu tóbaksvarna. Hún lést í ágúst 1999. „Hættum að reykia“ á Stöð 2 Farið var af stað með átak undir kjörorðinu „hættum að reykja“ í „ísland í býtið“ á Stöð 2 í janúar sl. Fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Reykjavíkur tók þátt í því ásamt einstaklingum sem komu fram í þáttunum og fengu aðstoð Krabba- meinsfélagsins við að hætta að reykja. Handbókin er þýdd og staðfærð úr enska ritinu „Clearing the air“, efitir Jennifer Percival sem var gefin út af Royal College of Nursing í Bret- landi 1999. Að útgáfu handbókar- innar standa: Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Hjartavernd, Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki, Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga, Fagdeild hjúkrunarfræðinga á hjartadeildum og Fagdeild hjúkrunarfræðinga á krabbameinsdeildum. Stuðningshópur um eggjastokka- krabbamein Konur sem hafa fengið eggja- stokkakrabbbamein hafa mynd- að stuðningshóp og ætla að hafa fastan rabbfund síðasta miðvikudag í hverjum mánuði, kl. 17. Fundarstaður er í húsi Krabbameinsfélagsins. Krabba- meinsfélag Reykjavíkur ætlar að liðsinna hópnum til að byrja með. Næsti fundur hópsins verður 27. mars nk. Nánari upplýsingar fást hjá Krabbameinsráðgjöfinni í síma 800 4040 kl. 15-17 virka daga.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.