Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.2002, Blaðsíða 2

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.2002, Blaðsíða 2
Jólahappdrætti - frh. af bls. 1 Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Með því að skoða og þreifa brjóstin reglulega geta konur áttað sig á því hvað er eðlilegt og hvað hefur breyst frá síðustu skoðun. Mikilvægt er að leita læknis ef einhver breyting finnst. Rétt er að hafa í huga að flestir hnútar í brjóstum eru góðkynja. Best er að þreifa brjóstin einu sinni í mánuði, um það bil viku til tíu dögum eftir að blæðingar heQast. Eftir tíðahvörf er best að þreifa bijóstin á svipuðum tíma í hveijum mánuði. Krabbameinsfélagið hvetur stuðn- ingsmenn sína til að bregðast vel við og greiða heimsenda miða. Miðar eru einnig til sölu á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógar- hlíð 8 í Reykjavík. Evrópuvikan gegn krabbameini 2002 Réttindi sjúklinga í ár var Evrópuvikan gegn krabbameini, sem Evrópusam- tök krabbameinsfélaga gangast fyrir, helguð réttindamálum sjúklinga. Vikan sem um ræðir var önnur vika októbermánaðar og náði til ijölmargra landa í Evrópu. Krabbameinsfélagið og heil- brigðisráðuneytið stóðu sameiginlega að vikunni hér á landi. Islensk lög um réttindi sjúklinga voru samþykkt á Alþingi 1997. Skólaheimsóknir og námskeið haustið 2002 Fræðslufulltrúi heimsótti níu grunn- skóla og fimm framhaldsskóla á Reykjavíkursvæðinu á haustmán- uðum (flesta oftar en einu sinni). Auk þess voru tveir grunnskólar og framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum og á Laugarvatni heimsóttir. Reykbindindisnámskeið var haldið í þremur framhaldsskólum í Reykja- vík í samvinnu við forvarnarfulltrúa og hjúkrunarfræðinga. Einnig var séstaklega leitað til fræðslufulltrúa Krabbameinsfélagsins vegna aukinna reykinga í 10. bekk í einum grunnskólanum. Ákveðið var að taka strax á málunum og haldinn foreldrafundur ásamt nemendum þar sem þessi mál voru rædd og nemendum boðið að koma á námskeið til þess að hætta að reykja. Um 16 nemendur sóttu námskeiðið, bæði í 9. og 10. bekk.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.