Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2005, Qupperneq 1

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2005, Qupperneq 1
Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur Útgefandi: Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Skógar- hlíð 8, Reykjavík. Abyrgðarmaður: Jóhannes Tómasson 1. tbl. 24. árg. mars 2005 Póstkort til foreldra: Fermingarbörn eiga ekki að fara í Ijós Foreldrum og forráðamönnum tæp- lega 4000 fermingarbarna hefur verið sent póstkort þar sem bent er á hætturnar sem fylgja því að ungt fólk fari í Ijósabekki. Skilaboðin á kortinu eru frá Geisla- vömum ríkisins, Landlæknisembættinu, Krabbameinsfélaginu og Félagi ís- lenskra húðlækna, en þetta er annað árið sem þessir aðilar standa saman að fræðsluherferð undir slagorðinu „Hættan er ljós”. A póstkortinu er vakin athygli á því að böm og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifúm geisl- unar frá ljósabekkjum og sól og að brúnn húðlitur eftir sólböð geti verið merki um skemmdir í húðinni sem geta leitt til ótímabærrar öldmnar húðarinnar og jafnvel til húðkrabbameins. Tekið er undir tilmæli Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar um að þeir sem em yngri en 18 ára eigi ekki að fara í ljósabekki og era foreldrar og forráðamenn ferm- ingarbama eindregið hvattir til að hafa þetta í huga. I samvinnu við Biskupsstofú hefur verið leitað til presta landsins um að leggja málefninu lið. Hliðstæð herferð á síðasta ári vakti mikla athygli og í framhaldi af henni tóku nokkrar sveitarstjómir ákvörðun um að hætta að bjóða upp á sólböð í ljósa- bekkjum í íþróttamannvirkjum sínum, m.a. Reykjavíkurborg. Samkvæmt upplýsingum frá Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélagsins hefur tíðni húðæxla í heild tvöfaldast á síðustu tíu ámm. Pósturinn sfyrkti útsendingu kortanna.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.