Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1925, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.1925, Blaðsíða 1
V E B I? A T T A X 1925 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Apríl: Alment yflrlit: Þ. 1.—5. oftast norðan og norðaustan átt og frost. Þ. 3. gekk liann þó í austrið á Suðvesturlandi og varð allhvass. Snjókoma mest þ. 1. og 4. Þ. 6. og 7. kyrt veður og hjer um bil frostlaust á Suður- og Vesturlandi. Þ. 8. gekk hann i suðrið, og hjelst úr því sunnan átt og hlýindi fram á þ. 14. Rigningar voru þá alloft á Suður- og Vesturlandi. Þ. 15.—17. norðlæg átt og þó hæg og hitinn venjulega um eða ofan við 0°. Þ. 16. og 17. snjóaði og rigndi töluvert á Norður- og Austurlandi. Þ. 18.—‘22. suðvestlæg átt og fremur rosasöm tíð á Suður- og Vesturlandi, en góðviðri á Norður- og Austurlandi. Þ. 23.—25. norðan átt og nokkur snjókoma og rigning á Norður- og Austurlandi. Þ. 26. suðaustan átt, en næsta dag, þ. 27., hæg norðan átt og úr því hægviðri til mánaðamóta. Loftvœgib: Loftvog í apríl var 3.9 mm hærri en meðallag og að tiltölu hæst á Vesturlandi. Hæst stóð hún á Norðurlandi aðfaranótt þ. 28. (Akureyri og Grímsey 773.9 mm), en lægst á Suðvesturlandi þ. 21. (Rafmagnsstöðin 731.5 mm). Hitinn: Meðalhiti þessa mánaðar var á öllu landinu í heild lítið eitt (0,3°) yfir meðallag. A Suðvesturlandi var kaldara en í meðallagi en annars- staðar hlýrra og tiltölulega hlýjast á Norðvesturlandi. Pyrstu dagar mánaðarins voru kaldir um land alt, og þá nær kuldinn alstaðar hámarki sínu, rúmlega 16° frost á Lækja- móti þ. 3. og á Möðruvöllum þ. 6. Eftir það var alstaðar frem- ur lilýtt. Víðanær hitinn hámarki þ. 10., en suinstaðar þ. 19., og á Suðvesturlandi undir mánaðarlokin. Hæsti hiti verður 9—12°. Urkoma var meiri en meðallag á Suður- og Vesturlandi, mest á Suðvesturlandi (Reykjavik 122°/0 yfir meðallag). Ann- arsstaðar á landinu var hún töluvert minni, á Möðruvöllum vantaði 61°/0 á meðallag. Yfirleitt var hún dálítið meira en meðallag. Mest var úrfellið dagana 9.—11. og í kring um þ. 20. Að morgni þ. 12. mældist úrkoman á Rafmagnsstöðinni við Rvík 25.5 mm eftir sólarhringinn, í Reykjavík 20.0 mm. Urkomudagar voru tiltölulega fæstir á Möðruvölium, aðeins 4, en meðallag þar er 12.7. I Stykkishólmi og Grírnsey voru þeir einnig neðan við meðallag, en annarsstaðar fyrir ofan, mest 5 á Kollsá. Hvassvibri: Stormdagar voru rnjög fáir í þessum mánuði, og hvergi er getið um skemdir af völdum storms eða brima. (13)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.