Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1925, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.04.1925, Blaðsíða 4
Apríl Veðráttan 1925 Snjólag: Pyrstu daga mánaðarins er víðast alhvítt, nema á Suðausturiandi. A Grímsstöðum er jörð alhvít flesta (19) daga mánaðarins. A Hólum og Fagurhólsmýri er aldrei alhvítt, en einn dag í Papey (þ. 1.) A Suðurlandi, frá Papey til Stykk- ishólms, er alautt meira en hálfan mónuðinn, mest 28 daga á Fagurhólsmýri. Á Stórar.úpi er þó aldrei alautt. A Norðurlandi er iúnsvegar aldrei alautt, nema á Lækjamóti 13 daga. Mest snjódýpt mældist á Suðureyri 1.15 m. þ. 1. Hagi er töluvert meiri en í sama mánuði í fyrra, 81 °/0 að meðaltali (í fyrra 72°/0). 'A 3 stöðvum (Grænhól, Þorvaldsstöð- um og Teigarhorni) er haginn talinn 100°/c. Lægstur er Núpur með 36°/0. Gœftir: Á vjelbáta voru gæftii- mestar í Vestmannaevjum 73°/0, minstar í Stykkishólmi J3°/0, að meðalt. 48°/0 (á 7 stöðvum); á róðrarbáta yfirleitt heldur minni en jafnari, mestar 68°/0 á Auðnum, minstar 17% á Djúpavogi, að meðaltali 46°/0 (á 11 stöðvum). Sólskin í Reykjavík var minna en í sama. mánuði í fyrra, 197.3 stundir alls eða 44.0"/o (í fyrra 224 st. eða 50.1 %). Mesti sólskinsdagur var sá 5., var þá sólskin 13 stundir. Aðeins 2 daga sýnir sólskinsmælirinn ekkert sólskin (þ. 26. og 30.). Jarðvegshiti: I Reykjavík er hitinn töluvert ininni en í sama mánuði í fyrra niður að 1.5 m dýpt, þar er hann dálítið meiri. A Núpi og Eiðum er hann lítið eitt meiri en í fyrra. Sjávarhiti: Við Norðurland er venju fremur hlýtt í sjónum í þessum mánuði. Við Suðurland er hitinn nálægt meðallagi, en við Vestur- og Austurland fyrir neðan meðallag. Gemlingum beitt fyrst. Um það hafa komið fáar skýrslur (aðeins 5), og mun það koma meðfram til af því, að tíðin í vetur var svo góð, að lömbum var viða beitt allan veturinn. Þess er jafnvel getið, að á einum bæ í Bakkafirði á Langanesi hafi lömbum aldrei verið gefið í vetur. Samkvæmt skýrsiunum Var byrjað að beita gemlingum frá 1. mars til 14. apríl, að meðal- tali 2. apríl. Hœtt að gefa gemlingum: Samkvæmt 7 skýrslum var hætt að gefa gemlingum á tímabilinu 10. apríl til 7. maí, en flestir hættu að gefa 10. til 13. apríl, en meðaltalið verður 20. apríl. I fyrra var meðaltalið 9. maí, svo að það var bætt að gefa gemlinguln 19 dögum fyr í ár en í fyrra. Gemlingum slept. Samkvæmt 11 skýrslum á tímabilinu 8. apríl til 10. júní, meðaltalið er 28. apríl, og væri það 13 dög- um fvr en í fyrra, en aðgætandi er, að tvær stöðvar, sem eigi sendu skýrslur í fyrra, skera sig úr og telja gemlingum slept í byrjun júní, þar sem allar hinar skýrslurnar segja, að geml- íngum hafi verið slept í apríl. Ef þessar tvær skýrslur eru eigi teknar með, verða tímatakmörkin 8.—30. april og meðaltalið 20. apríl eða 21 degi fyr en í fyrra. A þeim stöðvum, sem sendu skýrslur bæði nú og í fyrra, er þessi munur að meðaltali 17 dagar. (16) PRENTSM. ACTA H.F.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.