Veðráttan - 01.07.1925, Blaðsíða 1
YEÐRATTAN 1925
MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNl
Júlí:
Alment yfirlit: Þ. 1.—5. suðaustan átt og úrkoma oft á
Suðurlandi, en þurviðri á Norðurlandi.
Þ. 6.—8. hæg norðan átt.
Þ. 9.—23. sunnan átt oftast, en hæg samt frá 16,—18.
Rigningar og þokur tíðar á Suðurlandi, en þurviðrasamt og
hlýtt á Norðurlandi.
Þ. 24.—29. hæg norðlæg og norðaustlæg átt og óvíða úr-
koma.
Þ. 30.—31. austan átt og stinnings vindur á Suðurlandi.
Loftvœgið i þessum mánuði er 2.2 mm. fyrir neðan meðal-
lag. Hæst stóð loftvog aðfaranótt þ. 3. á Austurlandi (Seyðis-
fjörður 765.4 mm), en lægst þ. 12. á Norðurlandi (Akureyri
740.0 mm).
Hitinn: Á Norður- og Norðausturlandi er tiltölulega heit-
ast í þessum mánuði, þar er hitinn 1°—2° yfir meðallag, en á
Suðurlandi og Vesturlandi var hann um og fyrir neðan meðal-
lag. Á öllu landinu í heild er hitinn 0,7° yflr meðallag.
Mesti hiti, sem mældur var í þessum mánuði, var 23.1°
á Grímsstöðum þ. II. og 23.0° á Lækjamóti þ. 26. Víðast verð-
ur hitinn lægstur dagana 23.—29., á Lækjamóti 2.1° þ. 24.
og 25., á Eiðum 0.6° þ. 29.
Urkoman í þessum mánuði er 30% yfir meðallag. Úrkom-
an er langmest i Vík í Mýrdal, en þar sem þetta er ný stöð,
verður ekki sagt, hve mikið hún er fyrir ofan meðallag; ann-
ars er úrkoman mest að tiltölu á Vesturlandi, í Stykkishólmi
113°/0 yfir meðallag,f minst á Möðruvöllum, rúmur helmingur
þess, sem vant er. Á Austurlandi og sumstaðar áNorðurlandi
rigndi mest urn þ. 6., 31.0 mm á Teigarhorni, 32.7 mm í Vík
í Mýrdal þ. 5. Dagana á undan hafði líka rignt mikið á Suður-
landi. Um miðjan mánuðinn, l'rá 10.—16., var töluverð úrkoma
á Suður- og Vesturlandi. Þ. 21. rigndi mikið um alt land, nema
síst á Austurlandi, þá mældist úrkoman á Pagurhólsmýri 40,5
mm eftir sólarhringinn, 13,9 mm á Lækjamóti.
Á Suður- og Vesturlandi eru úrkomudagar venju fremur
margir, á Eyrarbakka 10 yfir meðallag. A Lækjamóti eru þeir
hlutfallslega flestir, 11 yfir meðallag. Annarsstaðar á Norður-
og Austurlandi er úrkomudagafjöldi neðan við meðallag, nema
í Papey.
Þ. 6. fjell skriða úr Ingólfsfjalli og gerði þjóðveginn ófær-
an á 40 m svæði.
Þ. 15. tók stórfióð í Kotá í Norðurárdal í Skagafirði brúna
af ánni. Álitið er, að áin hafi fyrst stíflast af skriðum.
Hvassviðri voru mjög sjaldan í þessum mánuði. Þ. 12.—13.
og þ. 20. var allhvast á sunnan og suðvestan, einkum á Suður-
(25)