Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.11.1925, Qupperneq 1

Veðráttan - 01.11.1925, Qupperneq 1
YEÐRÁTTAN 1925 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Nóvember: Alment yfirlit: I þessum mánuði var besta tíð, þó eink- anlega fyrir íandbúnað. Þ. 1.—6. austlæg átt, hvöss á Suðurlandi þ. 1. Hlýtt fyrsta daginn um alt land, og rigningar alstaðar nema á Vestbrlandi, en kólnar síðustu 2 dagana og snjóar þá á Austurlandi. Þ. 7. breytileg vindstaða. Þ. 8. norðlæg átt. Þ. 9.—10. breytileg vindstaða. Síðari hluta þ. 10. fór loft- vog að falla á Vesturlandi, og um leið gekk hann í suðrið. Þ. 11.—19. Þessa daga. komu 5 loftvægislægðir að land- inu, hver á fætur annari, og gengu til norðausturs. Fóru þær allar norðvestan við landið, nema sú önnur, sem gekk þvert yfir landið til norðausturs þ. 12. A Norðurlandi var norðan átt og snjókoma þann dag, en annarstaðar var hann fyrst á sunn- an, en snjerist síðan í suðvestrið og vestrið og varð hvass sumstaðar. A Suðurlandi rigndi mikið. Hina dagana var oftast suðvestlæg og suðlæg átt, allhvöss þ. 17. og 18. Þ. 11. var mjög hlýtt um alt land og einnig þ. 12. á Aust- urlandi. Þ. 16.—19. var aftur hlýtt, sjerstaklega tvo fyrstu dagana. Þ. 20.—27. breytileg vindstaða og oftast hægviðri. Þ. 28.—29. gekk loftvægislægð í suðaustur fyrir norðan og austan land. Þ. 29. var allhvöss norðlæg átt með snjókomu á Norður- og Austurlandi. Þ. 30. hjelst norðan áttin á Suðurlandi, en annarstaðar var breytileg vindstaða. Loftvog: Loftvog stóð yfirleitt hátt í þessum mánuði, 5.3 mm yflr meðallag. Hæst stóð hún á Norðvesturlandi aðfara- nótt þ. 30., 776.0 mm á Isafirði, en lægst þ. 12. á Norðurlandi, 726.8 mm á Raufarhöfn. Hiti: Mánuðurinn er fremur hlýr, 1.7° yfir meðallag. Á Suð- vestur- og Suðurlandi er hitinu mestur þ. 1., 12.5° á Eyrar- bakka, annarstaðar víðast mestur þ. 11., 9.5° á Suðureyri, og þ. 17. 8.9° á Kollsá. A Lækjamóti eru þó 11.0° þ. 1. A Suðurlandi er kaldast þ. 10., -8.2° á Stóranúpi. Á Norð- ur- og Austurlandi nær kuldinn hámarki sínu síðustu daga mánaðarins, frá 25.—30. Þ. 26. -13.7° á Nefbjarnarstöðum, þ. 25. -11.0° á Teigarhorni. Urkoma á öllu landinu er 29°/0 yfir rneðallag. I Stykkis- hólmi er hún 79°/0 yhr meðallag, en 58% yfir meðallag á Fag- urhólsmýri. Mest var úrkoman þ. 11.—12. og þ. 16. Þ. 12. rigndi (41)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.