Veðráttan - 01.01.1926, Síða 4
Janúar
Veðráttan
1926
Aðfaranótt þ. 25. brotnuðu nokkrir símastaurar í nánd við
Fagradal í suðaustan stormi.
Snjólag: A Suður- og Vesturlandi, frá Papey til Vestfjarða,
er víðast alautt meiri hluta mánaðarins. Þ. 1.—4. er alhvítt
um alt land, nema sumstaðar á Suðuriandi. Aðeins ein stöð
(Isafjörður) telur alhvítt allan mánuðinn. Mest snjódýpt mæld-
ist 100 cm á Hraunum í Fljótum þ. 1,—4. Þ. 12. fjell aur- og
snjóskriða fram af höfðanum á Akureyri og gerði allmiklar
skemdir á húsi, sem fyrir henni varð.
Hagi er mjög góður í þessum mánuði, að meðaltali á öllu
landinu 76% (í fyrra 54%). Lægst er Grænavatn rneð 22°/0,
en 3 stöðvar telja hagann 100°/0.
Gœftir á vjelbáta eru 15% (Suðureyri) —42% (Keflavík),
að meðaltali 25% (5 stöðvar). A róðrarbata minst 6% á Gjögri
við Reykjarfjörð, mest 37% á Sandi, að meðaltali 20% (5 stöðvar).
SóUkin í Reykjavík er 10.0 stundir eða 6.0% (í fyrra 5.4
stundir eða 2.8%). Mest sólskin var þ. 18., 2% klukkustund,
en mælirinn sýni'r sólskin aðeins 9 daga.
Sjávarhiti: Við Vesturland er töluvert kaldara í sjónum en
meðallag. Við Norðausturland er sjávarhitinn lítið fyrir ofan
meðallag, neðan við meðallag við Suðausturland, en jafn meðal-
lagi við Suðurland.
Þrumur: Þ. 10. kl. 18.15 varð vart við þrumu og eldingu
í Reykjavík. Morguninn eftir kl. 5—5.30 heyrðist þruma í Vest
mannaeyjum og sömu nótt einnig á Teigarhorni. Þar heyrðust
líka þrumur seinnihluta dags þ. 24. og aðfaranótt þ. 27. Fagur-
hólsmýri getur um þrumu þ. 27.
Rosaljós eru einnig alltíð. Á Fagurhólsmýri sáust rosaljós
þ. 11., 25. og 27., í Vík í Mýrdal þ. 6., 10.—11. og 25—26.
I Reykjavík sást og rosaljós þ. 25. kl. tæplega 19.
Logastólpi sást frá Þorvaldsstöðum við Bakkafjörð í suð-
vesturátt þ. 1. kl. 20.
(4)
PRENTSM. ACTA H.P.