Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.02.1926, Page 1

Veðráttan - 01.02.1926, Page 1
YEÐRÁTTAN 1926 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNN1 Febrúar: Alment yfirlit: Eimnuna veðurbliöa um alt land. Tíðin mjög hagstæð fyrir landbúnað og einnig fyrir sjóróðra fyrri hluta mánaðarins. Eremur óstöðugt síðari hlutann. Þ. 1.—14. voru loftvægislægðir fyrir suðvestan og sunnan land og oftast austlæg eða suðaustlæg átt. 1.—4. var hvast á Suðurlandi, og þ. 13. var hann hvass á suðaustan á Suður- og Vesturlandi. A Norður- og Austurlandi yfirleitt hægviðri, og hlýindi um alt land. Þurviðri á Norður- og Vesturlandi flesta daga, nema þ. 12. Nokkur úrkoma á Suður- og Austurlandi og suma daga þoka. Mikil rigning þ. 13. og 14. sunnanlands. Þ. 15.—18. kom djúp loftvægislægö að Suðausturlandi og færðist þaðan hægt til suðausturs. Seinni hluta þ. 15. gekk hann í norðrið og norðaustrið, varð allhvass urn alt land þ. 17. og hvass sumstaðar á Norðurlandi þ. 18. Töluverð úrkoma á Norður- og Austurlandi 16.—18. Hitinn altaf fyrir ofan meðallag. Þ.19—21. Loftvægislægðir fyrir sunnan land. Austan átt, hæg norðanlands, hvöss á Suðurlandi aðfaranótt þ. 21. Kaldara. Þ. 22.—23. Breytileg vindstaða. Mikil rigning þ. 23 á Suður- og Austurlandi. Þ. 24.—28. Loftvægislægðir fara norðaustur milli Græn- lands og Islands. Fyrri hluta þ. 24. austan og suðaustan á Norður- og Austurlandi, sunnan á Suðurlandi, hvass sumstaðar. Eftir það snýst hann í suðvestrið og vestrið og verður hvass um alt land þ. 27.—28. Töluverð úrkoma um alt land, mest þ. 28. Hagl og hryðjuveður á Suður- og Vesturlandi. Fiemur hlýtt þessa daga, en þ. 28. er hitinn kominn niður í meðal- lag á Norðvesturlandi. Mjög hlýtt á Suður- og Austurlandi, en kólnar þar líka um kvöldið. Loftvœgi er fremur lágt, 4.6 mm fyrir neðan meðallag. Hæst stóð loftvog á Norðvesturlandi þ. 20., 763.5 mm á Isa- firði, og lægst einnig á Norðvesturlandi þ. 25. (Isafjörður og Stykkishólmur 723.5 mm). Hiti: Mánuðurinn er mjög hlýr, 4.2° yfir meðallag. Mest- ur hiti mældist 9.0° á Teigarhorni þ. 27. Víða var hlýjast þ. 13.—14., 8.8° á Eiðum og 8.3° á Eyrarbakka þ. 14. Kaldast er kringum þ. 21., -16.0° á Grænavatni, -11.8° á Möðruvöllum. Urkoma á öllu landinu er í meðallagi, mest 69°/0 yfir meðallag á Teigarhorni. A Suðausturlandi var mest úrkoma þ. 13., 45.6 mm á Teigarhorni; á Suðvesturlandi mest þ. 23., 26.7 mm í Reykjavík. Mest úrkoma mánuð þenna mældist á Eiðum að morgni þess 17., hafði daginn áður rignt mikið á Austurlandi og Norðurlandi víða. Þ. 26.—27. var töluverð úr- koma á Norðurlandi og um alt land þ. 28. (5)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.