Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1926, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1926, Blaðsíða 1
YEÐRÁTTAN 1926 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI M a ps: Ahnent yfirlit: Fremur stirð tíð fyrri hlutann, snjóasamt á Norður- og Austurlandi. Seinni hlutinn mjög hagstæður til lands og sjávar, nema síðustu dagarnir, 1.—13. Ostöðug veðrátta. Skiftir mjög oft um átt og verður stundum hvass. Flesta dagana snjókoma um alt land, mest á Suður- og Suðvesturlandi þ. 5. Þ. 4.—5. er fremur kalt, eink- um á Norður- og Austurlandi þ. 5., en aðra daga er hitinn oft- ast um meðallag. Seinni hluta þ. 13. hlýnar um alt land. Þ. 14. Breytileg vindstaða. Þoka framan af við Suður- og Austurland. Hlýtt um iand alt. Þ. 15.—16. Loftvog lág fyrir norðan og vestan land. Kyrt á Austurlandi, sunnan átt annarstaðar. Rigning á Suðvestur- landi þ. 15. Þoka þ. 16. við Suðurland. Hlýtt. Þ. 17.—26. Loftvægishæð fyrir norðan og austan land. Suðaustan og sunnan átt á Suðvesturlandi, oftast kyrt annar- staðar. Þurt veður og bjart á Norður- og Austurlandi, skúrir á Suður- og Suðvesturlandi og stundum þoka við Suðurland. Þoka Norðausturlandi þ. 18. Hlýtt um alt land, einkum þ. 17. á Norðurlandi. Þ. 27.—30. Djúp loftvægislægð kom að Suðausturlandi og fór þaðan austur yfir Færeyjar til Noregs. Seinni hluta þ. 27. •og nóttina eftir hvesti mjög á Norður- og Vesturlandi og kóln- aði um leið. Daginn eftir var komið norðan rok um alt land, og hjelst það fram á þ. 30. A Norður- og Austurlandi snjóaði mikið þ. 28.—30. Þ. 31. var orðið kyrt á Norður- og Austurlandi. A Suður- og Suðvesturlandi hafði vindurinn snúist í austrið fyrir nýrri loftvægishegð, sem var að nálgast landið að sunnan, jafnframt var hitinn kominn upp í meðallag. Loftvœgi er 0.3 ram yfir meðallag. Hæst stóð loftvog á Seyðisfirði þ. 20., 777.6 mm, en lægst á Isafirði þ. 7., 726.4 mm. Hiti mánaðarins er 1.3° yfir meðallag. Mestur kuldi mæld- ist á Hvanneyri þ. 9., -18.3°, en víðast varð kaldast þ. 4.—6. Frá 13.—27. var hlýtt um alt land. Um og eftir miðjan mán- uðinn var hitinn kringum 9°, 10.1° á Hvanneyri þ. 16., og þ. 24. voru 10.9° á Kollsá. Urkoma er töluvert meiri en meðallag á Suðvesturlandi, 76°/0 yfir meðallag á Eyrarbakka. Annarstaðar á landinu er hún minni en vant er, en nálægt meðallagi á öllu landinu í heild. Urkomudagar eru og flestir á Suðvesturlandi, en kring- um meðallag annarsstaðar. A Suður- og Vesturlandí var mest úrkoma dagana 13.—17., 38.4 mm í Vík í Mýrdal þ. 13. A Norður- og Austurlandi snjó- (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.