Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1926, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.1926, Blaðsíða 1
YEÐRÁTTAN 1926 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á YEÐURSTOFUNNI Ap rí 1: Alment yfirlit: Austnn átt ríkjandi. Þurviðrasamt á Norð- urlandi. Mikil hlýindi mest-allan mánuðinn. Brimasamt við Suðurland. Þ. 1.—15. Loftvog h'g fyrir sunnan land. Austan og norð- austan átt. Oftast hægur og stundum logn á Norður- og Aust- urlandi. Þ. 1. er hann hvass á austan á Suðurlandi og á suð- austan þ. 3. á Suðvesturlandi. Þ. 8. var loftvægislægð fyrir suðaustan land, og varð hann þá allhvass á norðan og norð- vestan með snjókomu á Norðvesturlandi. Dagana 10.—13. snjerist vindurinn seinni hluta hvers dags í suðvestrið eða suðrið á Suðvesturlandi og varð hvass sum- staðar þ. 13. Seinni hluta þ. 15. og nóttina eftir gekk hann í norðrið um alt land. Hitinn er altaf fyrir ofan meðallag, mest- ur þ. 3.—4. Þ. 15. kólnar með kvöldinu. Á Suður- og Áustur- landi er oft rigning og þoka. Þ. 16.—18. Loftvægislægð við Austurland. Norðan átt um alt land, hvöss víða þ. 16. og 17. Töluverð úrkoma á Norður- og Austurlandi. Hitinn um meðallag. Þ. 19.—30. Loftvægislægð suðvestur og suður af íslandi, en yfir Islandi og fyrir suðaustan það er loftvægishæð, sem fær- ist hægt austur og norður fyrir land. A Norður- og Austur- landi er jafnan kyrt og þurt. A Suðvesturlandi er oftast suð- austlæg átt og flesta daga litlar regnskúrir. Þokusamt við Suðurland. Þ. 19. og 20. er hitinn um meðallag, en eftir það er altaf hlýtt. Loftvog í apríl er 3.2 mm fyrir neðan meðallag. Lægst stóð loftvog í Grindavík þ. 15., 732.2 mm., en hæst í Stykkis- hólmi þ. 22., 770.9 mm. Iliti: Eins og vik frá meðallagi sýnir, er mánuðurinn mjög hlýr, 4.2° yfir meðallag. Kaldast varð dagana 19.—20., -4.4° á Ilvanneyri og -6.2° á Lækjamóti þ. 19.,-5.2° á Þorvalds- stöðum þ. 20. Eftir það hlýnar mjög, og nær hitinn þá víðast hámarki sínu, varð mestur 18.8° á Lækjamóti þ. 25. Urkoma: Sunnanlands er allmikil úrkoma, mest 57°/0 yfir meðallag á Teigarhorni. Urkomudagar eru þar og margir, að meðaltali 4 fleiri en vant er. A Norður- og Norðausturlandi var mjög þurviðrasamt seinni hluta mánaðarins, úrkomudagar 3—10 t'yrir neðan meðallag. A Suðurlandi voru sífeldar rign- ingar fyrri hlutann. I Vík í Mýrdal mældist úrkoman 42.4 mm að morgni þ. 2. A Norður- og Norðausturlandi var mest úr- koma þ. 16.—17., 18.7 mm á Lækjamóti þ. 16. Hvassviðri: Mánuðurinn er yfirleitt hægviðrasamur. Pyrri hlutann er stundum hvast, einkum sunnanlands. Aðfaranótt þ. 3. fórst bátur á Viðeyjarsundi með 3 drengjum og einum full- (13)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.