Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1926, Síða 4

Veðráttan - 01.04.1926, Síða 4
Apríl Veðráttan 1926 orðnum. Sömu nótt strandaði togarinn „Asa“ á Flúðum við Grindavík. Þessa nótt var suðaustan hvassviðri og mikið brim. Komust skipverjar ekki í land fyr en daginn eftir. Þ. 13, var sunnan stormur á Suðvesturlandi. 9 bátar frá Eyrarbakka og Stokkseyri náðu þá ekki lendingu, vegna þess að brim var mjög mikið og stórstreymt. Einn báturinn brotnaði, en menn- irnir komust í togara. Um nóttina rak skip á land á Þingeyri við Dýrafjörð, en brotnaði-þó ekki til muna. Snjólag: Á Suðurlandi, frá Papey til Snæfelisness, er víð- ast alautt allan mánuðinn, nema 3 fyrstu dagana á Hólum í Hornafirði. A Norður- og Norðausturlandi er flekkótt mestan hluta mánaðarins, en verður víða alhvítt frá 16. til 20. Yfir- leitt er mjög snjóljett norðanlands, og mældist mest snjódýpt 25 cm. á Grænhól þ. 1. og á Hraunum þ. 17. Hagi er mjög góður eftir árstíma, að meðaltali 93°/0 (í apríl í fyrra 81°/0). Allar stöðvar sunnanlands telja hagann 100°/0 og einnig margar stöðvar annarstaðar. Minstur er hann 39°/0 á Grænavatni. Gœftir eru yfirleitt góðar, einkum á vjelbáta, að meðaltali .68°/0 (6 stöðvar), mest 80% í Keflavík, en minst 51% á Djúpa- vogi. A róðrarbáta var sjósókn mest 69% á Auðnum, minst 26% í Vestmannaeyjum, en að meðaltali 48% (7 stöðvar). Sólskin í Reykjavík er rúmlega þriðjungi minna en í apríl í fyrra, 120.0 stundir eða 26.4°/0 (í fyrra 197.5 stundir eða 44.0%). Mest var sólskinið þ. 21., 14.1 stundir. Aðeins 3 daga (þ. 1., 24. og 28.) sýnir sólskinsmælirinn ekkert sólskin. Sjávarhiti við Island er lítið eitt ofan við meðallag. Brennisteinslykt mikil fanst úr suðri á Þorvaldsstöðum þ. 22. Hœtt að gefa gemlingum: Fyrst þ. 29. mars, síðast þ. 26. apríl, meðaltal 8 stöðva 15. apríl eða 5 dögum fyr en í fyrra. Gemlingum slept: Samkvæmt 13 skýrslum var gemling- um slept á tímabilinu 14. mars til 28. apríl, meðíjtal 16. apríl eða 12 dögum fyr en í fyrra. Hœtt að gefa ám: Fyrst er hætt að gefa ám þ. 14. mars, en síðast þ. 26. apríl. Meðaltal 9 stöðva er 14. apríl, eða 23 dögum fyr'en í fyrra. Am slept á tímabilinu 15. mars til 28. apríl, meðaltal 10 stöðva 16. apríl, eða 19 dögum fyr en í fyrra. Kýr látnar út fyrst 26. apríl. Túnávinsla byrjar þ. 14. apríl. (16) PRBNTSM. ACTA H.F.

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.