Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.07.1926, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.07.1926, Blaðsíða 1
VEÐBÁTT AJST 1926 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Júlí: Alment yfirlit: Mánuðm’inn er yfirleitt lilýr og úrkomusam- ur. Grasspretta er þvi alstaðar góð og víða ágæt. Heyskapar- tíð er slæm vegna óþurka. Þó má hún heita dágóð víðast áNorð- austur- og Austurlandi. Annarstaðar er hún vond og víða afleit. Þ. 1.—8. Loftvægishæð fyrir suðaustan og austan iand. Sunnan og suðaustan átt á Suður- og Suðvesturl., annarstaðar breytileg átt, hægir vindar og oft logn. Urkomu- og óþurka- samt á Suður-, Vestur- og Norðvesturl., en litlar úrkomur og töluverðir þurkar á Austurl. og á austanverðu Norðurl. Þó eru þar stundum þokur. Þ. 9.—13. gengur loftvægislægð að suðvestan norðaustur yfir landið. Fyrstu dagana 3 er austan og suðaustan átt en þ. 12. og 13. aftur tvíátta, norðlæg átt á norðvestanverðu land- inu en suðlæg suðaustantil. Oþurkasamt. Lítil úrkoma á Norð- austurl. en oft þokur og súld. Annarstaðar úrkomusamt, eink- um á Suðurlandi. Þ. 14.—15. I-Iæð fyrir sunnan land. Allhvöss vestlæg og suðvestlæg átt. Þ. 14. er víða þurkur og á Austurl. einnig þ. 15. Þ. 16.—18. gengur lægð austur yfir landið. Sunnan átt þ. 16., síðan tvíátta; þ. 17. norðaustlægur á Norðurl., vestan og suðvestan annarstaðar., þ. 18. austan á Norðausturh, suðvest- lægur á Suðurl. Víðasthvar stöðug úrkoma og óþurkur. Þ. 19.—25. kemur lægð vestan að Norðvesturl. og gengur suðaustur yfir landið og síðan til norðausturs. Fyrstu 2 dagana er suðlæg og suðvestlæg átt, nema nyrst á Vestfj. Þar er hann á austan og norðaustan. Síðan er norðlæg átt þ. 21. og 22., nema kyrt á Suðausturl. (meðan lægðin gengur þar yfir). Eftir það snýst vindurinn til vesturs og suðvesturs þ. 24. og 25. Ur- komusamt einkum á Suðvestur- og Norðvesturlandi. Þ. 26.—30. kemur lægð vestan að landinu og gengur suð- ur fyrir það í mánaðarlokin. Suðlæg átt. Urkomusamt sunnan- lands og vestan og í útsveitum norðanl., annarst. dágóðir þurkar. Loftvœgi í júlí er 2.8 ram fyrir neðan meðallag. Lægst stóð loftvog þ. 19. og nóttina eftir á Norðvesturl., á Isaf. 735.2 mm þ. 19. kl. 18. Hæst stóð loftvog á Suðausturl. nóttina milli þ. 2. og 3. og varð hæst á Hólum 769.5 mm. Hiti: Eins og vik frá meðallagi sýnir er mánuðurinn hlýr, 1.8° fyrir ofan meðallag. Hlýjast er eftir hætti á Norður- og Austurl., 2.4—3.7° hlýrra en venjulega. En á Suðvesturl. er hitinn lítið fyrir ofan meðallag. Yfirleitt er hlýjast dagana 2.—11., 15.—16. og 28.—29. Hæstur hefir hitinn orðið á Húsa- vík 28.2° þ. 2., á Grímsst. 25.1° þ. 6. og 7. og á Lækjamóti 24.0° þ. 4. og 7. Kaldast er þ. 14. og 22.—24. Einnig þ. 13. og 21. á Norðvesturl. Einkum er kalt þ. 23., þann dag er hitinn (25)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.