Veðráttan - 01.07.1926, Blaðsíða 4
Júlí
Veðráttan
1926
venjulega á Austur- og Norðausturl. og 11 fleiri annarstaðar.
I Reykjavík er aðeins einn dagur alveg úrkomulaus yfir allan
mánuðinn, sá 22. og fram undir kvöld næsta dag. En tvo aðra
daga, þ. 14. og 23. er úrkoman svo lítil, að hún hefir ekki
mælst 0.1 mm. Lík þessu hefir tíðin verið víða á Suðvestur-
Vestur- og Norðvesturl., sífeldar úrkomur og óþurkar en þó
engar verulegar stórrigningar. Mest úrkoma á einum sólarhring
er mæld 51.9 mm þ. 16. í Vík. Þar er og mest úrkoma vfir
allan mánuðinn 276.6 mm, en minst úrkoma yfir mánuðinn er
á Eiðum 21.5 mm.
Hvassviðri: Aðeins ein stöð, Suðureyri, telur storm í þess-
um mánuði, á vestan þ. 30. og nóttina fyrir. En stundum verð-
ur allhvast, t. d. á Vestfj. á sunnan og austan þ. 19, og á
Vesturl. á suðaustan þ. 27.
Sólskin: Sólskinið í Reykjavík er aðeins 82.6 stundir eða
14.8c/o af því sem það gæti verið. Það er nærfelt hálfu minna
en að meðaltali 3 undanfarin ár (53°/0). Mest er sólskinið þ.
23. 14.7 og þ. 14. 13.5 stundir. 8 daga sýnir mælirinn ekkert
sólskin. A Akureyri er sólskinið meirá, 120.1 stundir eða
21.5°/0. Mest er sólskinið þar þ. 5. 14.8 og þ. 4. 12.1 stundir.
Ekkert sólskin er 11 daga.
Hafís var í júlíbyrjun 30 sjómílur norður af Ströndum;
var þar þjett ísbreiða eins langt og augað eygði (B. Sæm.).
Þrumur og eldingar voru á Grímsst. þ. 5. og þ. 7. Síðari
daginn sló eldingu niður í símann. Eyðilagði hún 7 símastaura
og símaáhaldið. Einnig heyrðust þrumur á Þorvaldsst. í vestri
og suðvestri þ. 6.
Fráfœrur: Tvær stöðvar geta um fráfærur 27. júní og 7. júlí.
SlAttarbyrjun: 4 stöðvar geta um sláttarbyrjun 28. júní (þó
er farið að slá grasbletti við hús í Reykjavík og Vestm. miklu
fyr), en síðasta sláttarbyrjun, sem talin er, er 16. júlí. (Meðal-
tal 20 stöðva er 7. júlí, þrem dögum síðar en í fyrra. Á tveim
af þessum stöðvum er byrjað að slá á engi, en annarstaðar
á túni.
Tún hirt: Á Austur- og Norðausturl. eru sæmilega góðir
þurkar og hirða margir þar tún síðari hluta mánaðarins. Einnig
næst allmikið af töðu víða á Norðurl. og Suðurl., einkum síð-
ustu daga mánaðarins. En á Vesturl. og Vestfjörðum og í út-
sveitum á Norðurl. er víða lítið eða ekkert orðið þurt í mán-
aðarlok og taða farin að stórskemmast.
Farfuglar: A Alftanesi syðra sást lóan fyrst 18. mars, en
hvergi annarstaðar fyr en fyrstu dagana í apríl. Skógarþröstur
sást fyrst 28. mars, lundi 8. apríl, stelkur 14. apríl (í Reykja-
vík var hann allan veturinn), hrossagaukur 15. apríl, þúfu-
titlingur 18. apríl, tjaldur 18. apríl (var í Reykjavík allan vet-
urinn), máríerla 21. apríl, steindepill 24. apríl, sandlóa 28.
apríl, lóuþræll 2. maí, spói og kría 4. maí. Svala sást í Vík
20. apríl og í Pagradaí 23. júní.
Fyrsta blómgun jurta i Reykjavik.
Tala jurta, sem athugaðar voru Að mcðaltali 1921 — 24 1926
6 Fyrir 20. mai 12 dög'urri fyr
9 20. - 31. mai 7
8 1. -10. júni 5 -
10 11.-20. júní 7 -
5 21.-30. júní 11 - -
5 1. -15. júli 6 -
PRENTSM. ACTA H.F.