Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1927, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.10.1927, Blaðsíða 4
Október Veðráttan 1927 Ffvnssviðri fara okki fram úr venju í þessum mánuði. Þ. 4 er hann hvass á austan og suðaustan á Suður- og Vesturl., 8 stöðvar telja þá storm, Vm. og Rkn. rokstorm. Daginn eftir telur Fgdl. suðvestan storm. Þ. 14. er víða allhvast á yestan. Þ. 24.—27. er austan hvassviðri í Vm., voðurhæð er oft upp í 10. Þessa daga er einnig hvasst á norðaustan á Lmbv., stormur þ. 25. og 26.; Sðr. telur einnig austan storm þ. 26. Aðfaranótt þ. 26. um kl. 4 strandaði þýskur togari, Billwarder, norðantil við Hafnarberg, menn björguðust. Snjólagið er 25°/0 á öllu landinu, 5% yfir 5 ára meðaltal. Mest eftir hætti er snjólagið á norðaustanverðu landinu, frá Skagafirði til Seyðisfjarðar, 18% yfir meðallag. Tgh. Stnp. Eyrb. telja alautt allan mánuðinn, annars telja stöðvarnar Pap. — Lmbv (sunnan um landið) meiri og minni snjó á jörð eftir þ. 16. Stöðvarnar uorðanlands geta margar um snjó á jörð þ. 1.-4- og stöðugt eftir þ. 16. (nema Lækm). En Mðdl. einn telur snjó á jörð allan mánuðinn. Mest snjódýpt er mæld 23 cm. á Grnh. þ. 26. Haginn er víðast 100%, minstur á Þvst. 95%. Sólskinið í Rvk. er 94.0 stundir eða 31.1 %, heldur minna en meðalltal 4 undanf. ára (100.6 st). Mest sólskin er þ. 1. 9.9 st.; 10 dagar eru sólskinslausir. A Akureyri er sólskinið aðeins 34.3 stundir eða 11.6%. Mest er sólskinið 'þar þ. 3. 7.6 st. 20 dagar eru sólskinslausir. Landskjálftakippur fannst á Reykjanesi þ. 11. Landskjálfta- mælarnir í Rvk. sýndu 3 landskjálfta: 1. þ. 24. kl. 15 átti upptök í Alaska. 2. þ. 24. kl. 22 st. 36 mín., upptök um 20 km. frá Reykjavik, fannst í Hveradölum á Hellisheiði. 3. þ. 30. kl. 2 st. 10 mín., upptök óviss, sennilega alllangt fyrir norðaustan land. Öskufalls er getið .4 Tgh. þ. 10.—12. Vígalmöttur sást á Tgh. þ. 29. kl. 8. Kýr: Byrjað að gefa þ. 14. sept.—15. okt., meðaltal 25. sept. (15 stöðvar). Innistaða byrjar 27. sept.—20. okt., meðaltal 12. okt. (18 st.). Hirt síðast af engjum 5. sept.—7. okt., meðaltal 20. sept. (12 stöðvar). Töluvert af heyjum hefir orðið úti í Þingeyjarsýslu og nokkuð einnig í Norðurmúlasýslu. Fyrsta frost að haustinu: Á Grst. kemur fyrsta frost 7. ág., á Stnp. 28. ág. Á öðrum stöðvum, sem mæla lágmarkshita, kemur fyrsta frost ekki fyr en eftir. 9. sept. og á Sðr., Hól., Vík og Vm. ekki fyr en 18. okt. Meðaltal 24. stöðva er 24. sept. (40) Prent*m. Acta.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.