Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1927, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.10.1927, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1927 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á YEÐURSTOFUNNI Október Alment yfirlit: Fyrri hluta mánaðarins er mild tíð, en úr- komusöm. Seinni hlutann er aftur köld tíð, norðanlands setur niður mikinn snjó á fjöll og heiðar og töluverðan í bygð. Á Norðausturlandi verður hey úti sumstaðar vegna. óþurka. Þ. 1.—2. er loftvægislægð fvrir austan iand. Norðanáttin (sjá sept.) helst þessa daga og einnig þ. 3. á Austurl. Snjókoma er norðanlands. Þ. 3.—16. eru lægðir einkum fyrir suðvestan, vestan og norðvestan land, aðallega suðaustan, sunnan og suðvestan átt (mjög hvass suðaustan á Suðvesturl. þ. 4.), þó er hann á vestan þ. 12. og 14. og norð-vestlægur þ. 15. Þenna tíma er mikil úrkoma sunnanlands og vestan. Þ. 17.-21. er lág loftvog fyrir austan land, norðlæg átt og víða snjókoma norðanlands. Þ. 22.—31. eru lægðir fyrir sunnan og Suðaustan land, austan og norðaustan átt, mjög hvöss við Suðurland þ. 24.—27. Snjókomur eru víða norðanlands þessa daga. Loftvœgið í þessum mán. er 4.3 mm. fyrir ofan meðallag, frá 3.5 mm. á Rfh. til 4.7 mm. í Rvk. og Sth. Hæst stóð loftvog þ. 4., á Tgh. 770.6 mm., en lægst þ. 27., í Vm 736.4 mm. kl. 7. Hitinn á öllu landinu er 0.5° fyrir neðan meðallag. Hlýjast er eftir hætti á Suðurl., 0.2° fyrir ofan meðallag í Rvk. og Fghm. Mest fyrir neðan meðallag er hitinn 2.3° á Eiðum. Yfirleitt er hlýj- ast þ. 5.—14. en kaldast þ. 2., 17.—24. og 29.—31. Hæstur hefir hitinn orðið 16.9° á Tgh. þ. 12., en lægstur —15.5° á Eiðum þ. 23. Sjávarhitinn er 0.4° fyrir ofan meðallag kring um alt landið. Við Suður- og Austurl. er hann 0.8° fyrir ofan meðallag, en 0.2° fyrir neðan við Norðvesturland. Úrkoman í þessum mán. er nálægt meðallagi á öllu landinu (3% fyrir ofan). Mest eftir hætti er úrkoman á Norðurl., á Hrn. 66°/0 fyrir ofan meðallag, en minst er hún á sunnanverðu Austurl., á Tgh. 89°/0 fyrir neðan meðallag,. Úrkomudagar eru 5 fleiri en venjul. norðanlands, 3 færri sunnanlands (aðal úrkomukaflinnþ. 4.—16.). minst úrkoma yfir mánuðinn er á Tgh. 14.4 mm. en mest í Vík 194.7 mm., þar er og mest úrkoma á einum sólarhring 90.0 mm. þ. 4. (37)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.