Veðráttan - 01.01.1928, Page 1
YEÐRATTAN 1928
MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI
Janúar
Alment yfirlit: Tíðarfarið í þessum mánuði má yfirleitt teljast ó-
liag'stætt. Það er umhleypingasamt, allmikill snjór á jörðu og slæmir
hagar.
Þ. 1.—6. Þ. 1. er loftvægislægð fyrir norðvestan land og suð-
vestan átt, þ. 2. lægð fyrir austan land og hæg norðanátt, þ. 3.
kemur lægð vestan að landinu og gengur norður fyrir. Fyrst er
sunnan og suðvestan átt en snýst síðan í vestrið og er vestlæg átt
til þ. 6. Þessa daga er úrkomusamt á Suðvestur- og Yesturlandi.
Þ. 7.—15. ganga lægðir austur fyrir sunnan land, austan, norð-
austan og norðanátt, oft hvasst. Allmiklar snjókomur eru þessa daga
á Norðausturl. og víða um land 3—4 fyrstu dagana,
Þ. 16—25. ganga lægðir norðaustur eftir Grænlandshafi eða
yfir ísland. Oftast suðaustlæg, suðvestlæg og vestlæg átt. Úrkomu-
samt er sunnanlands og vestan.
Þ. 26.—31. ganga lægðir austur fýrir sunnan land, aðallega norð-
an og austan átt og úrkoma víða.
Loftvægið er mjög lágt í þessum mán., 10.0 mm. fyrir neðan
meðallag, frá 8.6 mm. á ísaf. til 10.6 á Rfh. Hæst stóð loftvog
þ. 17., á Tgh. 762.4 mm. en lægst þ. 20. á vestanverðu landinu,
í Grvk. 699.5 mm. kl. 10 og Rvk. 699.6 mm kl. 10.30; en senni-
lega hefir hún orðið allra lægst á ísaf. kl. 15 699.0 mm. eða lægra,
en síritandi loftvogin þar var þannig stilt, að hún gat ekki skrifað
lægstu stöðuna. Loftvægið fer hjer sjaldan niður fyrir 700 mm., þó
hefir það orðið 699.3 mm. 27. des. 1914 og 699.2 mm. 24. febr. 1903
í Ym. á athugunartímum en sennilega eitthvað lægra á öðrum tím-
um dagsins.
Ilitinn er 0.7° fyrir ofan meðallag á öllu landinu. Hann er
lægstur eftir hætti á Grst. 0.4° fyrir neðan meðallag, en hæstur á
Grnh. 2.0° fyrir ofan. Illýjast er þ. 17.—20. og þ. 23., en kaldast
þ. 8. og 30. Hæstur hefir hitinn orðið á Tgh. 6.8° þ. 20., en lægstur
á Grst. —21.9° þ. 31.
Sjávarhitinn umhverfis landið er 0.7° fyrir ofan meðallag, frá
0.1° við Grvk. til 1.5° við Rfh.
Úrkoman er fremur lítil í þessum mánuði, 17°/0 fyrir neðan
meðallag á öllu landinu. Úrkoman er mest eftir hætti í Rvk. 29°/0
fyrir ofan meðallag, en minst á Gr. 89°/0 fyrir neðan meðallag.
Úrlcomudagar eru 3 færri en venjulega á Norðvestur- og Norðurl.,
annafstaðar 3 fleiri. Minsta úrkoma yfir mánuðinn er í Gr. 1.8 mm
(1)