Veðráttan - 01.09.1930, Side 4
September
Veðráttan
1930
Mesta sólarhringsúrkoman, 56.4 mm, var á Fghm. þ. 6. í Hveradölum var
mánaðarúrkoman 226.8 mm, mest á dag 37.9 mm þ. 12.
Þoka var tíðust á Norður- og Austurlandi. Helztu þokudagar þar voru '
þ. 9., 10., 11. (aðeins austanlands), 14., 21. og 22. Vestanlands var þoka þ.
1. og 8. Sunnanlands var þoka fátíð og aðeins á stöku stað í einu.
Vindar I þessum mánuði var austlæg átt lang tíðust. Vindar úr öðrum
áttum voru fremur fátíðir, einkum var lítið um norðan átt. Logn var tiltölulega
oft, og til jafnaðar var veðurhæðin um V2 stigi undir meðallagi. A vindhraða-
mælinum í Reykjavík varð meðalhraði vindsins 3.0 m á sek. Mestur meðal-
vindhraði á dag var 6.8 m á sek. þ. 16., en minnstur 0.6 m. á sek. þ. 2.
Stormar voru heldur fátíðir eftir venju. Þ. 6. var hvasst á austan, 2 stöðvar
telja storm. Þ. 12. var austan stormur í Vm. Þ. 15. var ESE hvassviðri
sunnanlands og stormur í Vm.; þann dag hvolfdi bát með 2 mönnum þar á
höfninni, annar þeirra drukknaði. Þ. 16. var víða E eða SE hvassviðri og
stormur á 3 stöðvum. Þ. 17. var austan stormur í Fgdl. og þ. 18, í Vm. Þ.
23. sökk vélbátur, hlaðinn heyi, á Kolsstaðavík við Seyðisfjörð. Á honum var
maður með 3 ungum dætrum sínum, og 3 unglingspiltum, allt drukknaði. Þ.
24. var norðan hvassviðri á Suðausturlandi, Pap. telur storm. Þ. 26.-28. voru
vestan og suðvestan hvassviðri á Vesturlandi, 2 stöðvar telja storm þ. 26.
(Sðr. W. 10) og 3. þ. 27. (Grnh. rok í byljunum). í þessum mánuði strandaði
danskt fiskiskip »Albatros« nálægt Skálum á Langanesi, var þá þokuslæðingur.
Menn björguðust, en skipið ónýtt.
Snjólag. Hvk. telur flekkótt fjöll í 600 m. hæð allan mánuðinn, 25°/o
hvítt. Annarstaðar eru fjöllin talin alauð þangað til þ. 24., þá snjóaði í fjöll á
Austurlandi, og varð hvítt nokkra daga. Þ. 9. gránaði í háfjöll hjá Tgh. og
Pap. Þ. 5. var krapi á Þst., og þ. 24. snjóaði í Höfn og á Nbst., en snjóinn
festi ekki í byggð.
Sólshinið var 72.2 stundir í Rvk. 18.5°/o af því sólskini, sem gæti verið,
en meðaltal 7 undanfarinna ára er 136.1 st. Mest sólskin var 11.7 st. þ. 25.
9 daga var sólskinslaust. Á Akureyri var sólskinið 83.1 stund, eða 21.2°/o,
mest 11.2 st. þ. 3., 12 daga var sólskinslaust.
Dynkir heyrðust á Tgh. þ. 26. kl 11 — 15 í SW., og þ. 27., síðari hluta
dags var þar mikið öskumistur í lofti.
Landskjálfti. Þ. 10 kl. 1430 fannst lítill jarðskjálftakippur í Hveradölum.
Kartöflugras byrjar að sölna þ. 8. ág. í Vm., annarstaðar frá 6. til 25.
sept. Meðaltal 8 stöðva er 14., sept. 9 dögum eftir meðaltal 5 undanfarinna ára.
Kartöflur teknar upp frá 22. ág. (Vm.) til 30. sept. (Fgdl.), að meðaltali
22. sept. (12 stöðvar), 2 dögum eftir meðtal 5 undanfarinna ára.
Sláttur hættir frá 13. sept. (Lmbv.) til 25. sept. (Fghm.), að meðaltali 19.
sept. (6 stöðvar), 2 dögum eftir meðaltal 5 undanfarinna ára.
Hirt síðast af engjum frá 17. (Lmbv.) til 30. sept. (Pap.), að meðaltali 24.
sept. (9 stöðvar), sama dag og meðaltal 5 undanfarinna ára.
(36)
Gutenberg.