Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1931, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.01.1931, Blaðsíða 4
Janúar Veðráttan 1931 Þoka var þ. 9. víða á Suðurlandi. Þ. 10. var einnig þoka á stöku stað. Þ. 13. var þoka á Suður- og Vesturlandi og þ. 20. og 21. á Norður- og Norðausturlandi. Þ. 28.—29. var þoka á stöku stað á Vestur- og Austurlandi. Vindar. Sunnan og suðvestan átt var sjaldgæf en norðan átt víðast venju fremur tíð. Veðurhæð var um V2 stigi undir meðallagi og logn tiltölulega oft. Stormar voru fremur sjaldgæfir eftir hætti. Þ. 4. var suðaustan hvass- viðri á Suðurlandi, Rkn. telur storm. Þ. 5. fór að hvessa á suðaustan á Vestur- landi, Sðr. telur storm, og þ. 6. telja 5 stöðvar storm (Sðr. E 10, Hrn. SE 9—10). Þ. 12. var norðan stormur á Smst. Um kvöldið þ. 15. var hvasst á W á Suðvesturlandi og stormur á 2 stöðvum (Vm. W 10). Þ. 16.—18. var sumstaðar hvassviðri, Vm. telja SE rok þ. 18. Þ. 17. löskuðust 2 mótorbátar í Keflavík, og þ. 18. strandaði vélb. »Svanur 11« milli Sandgerðis og Garð- skaga, menn björguðust. Annar vélbátur, »Geir goði« slapp með naumindum frá strandi, skrúfan brotnaði! Þ. 21.—23. voru norðaustan og norðan hvass- viðri með mikilli snjókomu norðanlands. 5 stöðvar telja storm þ. 21. (Blds. og Gr. NE 10), ein stöð þ. 22. og ein þ. 23. í þessu veðri fórst norska fiski- tökuskipið »Ulv«, sennilega aðfaranótt þ. 22. á Þaralátursskerjum á Strönd- um. Skipshöfnin, 17 menn, og 4 íslenzkir farþegar drukknuðu. Þ. 27. var austan hvassviðri, 5 stöðvar telja storm (Vm. ESE 11, Smst. ElO). Þá strandaði þýzkur togari norðan við Stórhöfðann í Vm. en losnaði aftur, lítið skemmdur. Snjólagið var 74°/o á öllu landinu. 5 ára meðaltal 11 stöðva er 61 °/o, en þessar stöðvar telja nú að meðaltali 71 °/o hvítt. Einkum norðanlands var mikill snjór,, þar var oftast nær alhvítt, en á Suðurlandi var víðast alautt með köfl- um. Á 20 stöðvum varð jörð aldrei alauð, en 4 stöðvar telja alhvítt allan mánuðinn. Mest snjódýpt var mæld 80 cm. á Hrn. þ. 25.—27. Snjóflóð féllu víða dagana 22.-25. og ollu miklum skemmdum, einkum á símalínum. Að- faranótt þ. 22. tók snjóflóð 4 símastaura á Lágheiði milli Ólafsfjarðar og Fljóta og sömu nótt tók snjóflóð 4 staura í Kálfsárdal upp úr Olafsfirði. Þ. 22. féll snjóflóð í Sauradal milli Súðavíkur og Arnardals og tók 8 staura, og á Snæfjallaströnd féllu 2 snjóflóð þann dag og tók 7 staura hvort. Sama dag féll snjóflóð á Norðureyri og flutti í burtu 2 báta. Þ. 24. féll snjóflóð úr 111- viðrahnjúk við Siglufjarðarskarð, tók 40 staura og sópaði burtu símunum á 2 kílómetra svæði. Sama dag féll snjóflóð í Hnífsdal og einnig þ. 25. og tók 6 staura. Haginn var 50°/o á öllu landinu. Á þeim stöðvum, þar sem 5 ára meðal- tal hefir verið reiknað, er það 770/o, en nú er að eins 67°/o hagi á þessum stöðvum. Aðeins sumstaðar á Suðaustur- og Suðurlandi var haginn fremur góður. Ein stöð, Tgh. telur fullan haga, 100°/o, en Eið. telja haglaust allan mánuðinn. Sólskinið var 16.4 st. í Rvk., 9.8°/o af því sólskini, sem gæti verið. Meðal- tal 7, undanfarinna ára er 14.0 st. Sólskin var mælt 12 daga, mest 3.1 st. þ. 22. Á Ak. var sólskinið 4.0 st. eða 2.8°/o, mest 2.9 stundir þ. 26. Sólskin var aðeins mælt 2 daga. Vígahnettir. Þ. 7. kl. 19 sást vígahnöttur frá Tgh. Hann fór frá austri til vesturs yfir norðurhimininn. Þ. 11. kl. 1935 sást vígahnöttur á Patreksfirði. Hann kom úr vestri og hvarf fyrir fjöllin í austurátt. Hann var að sjá eins stór og tungl í fyllingu eða þó öllu stærri. Eldrák myndaðist eftir hann og sást í meira en 15 mín. Hann virtist vera mjög hátt í lofti. Landskjálftar. Mælarnir sýndu 4 hræringar: Þ. 12. kl. 501 og 706, upp- tök þessara landskjálfta í 35 km. fjarlægð. Þeirra varð vart í Grvk. og á Rkn. Þ. 15. kl. I02, upptök við vesturströnd Mexico. Þ. 31. kl. 604, upptök í 38 km. fjarðlægð, fannst í Hveradölum. Þrumu og eldingar varð vart í Reykjavík þ. 7. kl. 21. (4) Gutenberg

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.