Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1931, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.04.1931, Blaðsíða 4
Apríl Veðráttan 1931 • venjulega á Suður- og Vesturlandi (Hól. — Koll); á Norður- og Austurlandi voru þeir víðast færri en venjulega, að meðaltali 3 færri. Mest mánaðarúr- koma var í Hveradölum 259.1 mm. Þar var einnig mest sólarhringsúrkoma 66.4 mm þ. 14. Þoka var fátíð eftir venju nema á Suðausturlandi. Þ. 19. var þoka sunn- anlands, þ. 20. og 21. á stöku stað á Austur- og Suðurlandi, þ. 22. á Austur- landi, þ. 27. á Norðaustur- og Austurlandi og þ. 28. á Austurlandi. Vindar. Suðvestan átt var tíðust eftir hætti í þessum mánuði, en vindar á N, NE og E sjaldgæfir. Veðurhæð var tæpu V2 stigi undir meðallagi, en logn var þó heldur sjaldan nema á Norðausturlandi. Stormar voru sjaldgæfir. Þ. 3. og 4. var sumstaðar norðan og norðvestan hvassviðri, 2 stöðvar telja storm þ. 3. Aðfaranótt þ. 4. datt maður frá Grenivík útbyrðis af bát og drukknaði. Þ. 6. var suðaustan hvassviðri á Suðurlandi, Vm. og Hlíð telja ESE 10. Þ. 8. var sunnan stormur í Fgdl. og einnig þ. 10. Þann dag var vestan stormur í Grímsey. Daginn eftir telja Eið. og Pap. SW storm. Þ. 14. var suðaustan hvassviðri sunnanlands, Sámsstaðir telja storm. Þá missti vél- báturinn »Sæbjörg« frá Vm. út mann, og drukknaði hann. Þ. 15. var SSE stormur í Fgdl. Þ. 16. var víða norðaustan hvassviðri og hríðarveður um norður- og austurhluta landsins. Bátar frá Siglufirði voru á sjó þann dag, og töfðust sumir vegna veðurs. Þ. 21. kom norskur línubátur til Rvk. með lík af skipsmanni, sem fallið hafði fyrir borð og drukknað. Snjólagið var 50°/o á öllu landinu. Mest eftir hætti var það á Vestur- landi, 23°/o umfram 5 ára meðaltal 4 stöðva (Rvk., Sth., Sðr. og Grnh.). Annarstaðar var það í kringum meðallag. Fyrri hluta mánaðarins var víðast hvar alhvítt, nema þ. 6.—10., þá var víða flekkótt og sumstaðar auð jörð. Seinni hlutann var alauð jörð eða sumstaðar dílótt sunnanlands, en norðan- lands var alhvítt eða flekkótt. Á 14 stöðvum varð jörð aldrei alauð. Mest snjódýpt var mæld 68 cm á Grst. þ. 5.—6. Haginn var 80°/o á öllu landinu. Hann var minni en venjulega á Vestur- landi, 8°/o undir 5 ára meðaltali, en annarstaðar, þar sem 5 ára meðaltal hefir verið reiknað, var hann yfirleitt í góðu meðallagi. Þrjár stöðvar telja fullan haga, 100°/o, en minnstan haga, 24°/o, telur Grnv. Sólskinið í Rvík var 156.6 stundir, 34.9°/o af því sólskini, sem verið gæti, og er það nálægt meðaltali 7 undanfarinna ára, 159.3 stundir. Mest sólskin á dag var 15.5 stundir þ. 28., 2 daga var sólskinslaust. Á Ak. var sólskinið 114.8 st. eða 25.2°/o, mest 12 0 st. þ. 25.. 6 daga var sólskinslaust. Vígahnöttur sást á Tgh. þ. 11. kl. 1912, hann fór frá NW til SE. Vorgróður byrjaði frá 8. apríl (Rkn.) til 1. júní (Grnv.) að meðaltali 1. maí (26 st). 5 ára meðaltal sömu stöðva er 15. apríl. Farfuglar fyrst séðir. Þröstur 25/3 í Rvk. og Fagradal, lóa 26/3 í Rvk., lómur 7/4 á Grnh., stelkur 8/4 í Rvk., tjaldur 8/4 á Koll., skúmur og kjói 8/4 á Fghm., hrossagaukur u/4 í Rvk., lundi 18/4 í Vm., maríuerla 22/4 á Fghm., þúfutittlingur 27/4 á Lmbv., spói 28/4 á Þst., kría Vs á Fghm. (16) öutenberg

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.