Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1931, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.1931, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1931 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Apríl. Tíðarfarið var víðast talið fremur hagstætt. Á Suðvestur- og Vesfurlandi var þó óstöðugt og snjóasamt fyrri hluta mánaðarins, en stillt og góð tíð seinni hlutann. Snjó leysti heldur seint, einkum norðanlands, og gróðri fór lítið fram. Afli ágætur þegar á sjó gaf. Þ. 1.—2. Lægð yfir Grænlandshafi á hreyfingu norðaustur eftir. Útsynn- ingsveðrátta á Suður- og Vesturlandi. Þ. 3.-4. Lægðin komin austur fyrir landið. Norðangarður hér á landi með slyddu eða kafaldi norðanlands og austan. Þ. 5. Ný lægð að nálgast úr suðvestri. Ðreytileg átt gg góðviðri hér á landi. Þ. 6.-9. Djúp lægð yfir hafinu fyrir suðvestan ísland, en færðist svo norður eftir Grænlandshafi. Olli fyrst suðaustan hvassviðri, en síðan hægri sunnan átt og hlýindum, sem að lokum snérist í suðvestan átt með skúrum og nokkrum snjóéljum vestanlands. Þ. 10.—12. Þessa daga færðist lægðin norðaustur yfir landið. Var veðrátta þá breytileg mjög og snjóaði öðru hvoru. Þ. 13. Stillt og bjart veður með talsverðu frosti. Þ. 14.-15. Hefst suðaustan átt að nýju vegna lægðar, sem kom upp að Reykjanesi suðvestan af hafi. Fyrst varð stormur og rigning, en síðan hægari suðvestan átt með skúraveðri. Þ. 16. Lægðin komin austur fyrir ísland. Norðangarður og snjókoma, einkum norðaustanlands. Þ. 17.—18. »Milli lægða«. Breytileg átt og allgott veður, en gengur þó í sunnan átt að kveldi hins 18. og rignir vestanlands. Þ. 19.-22. Loftþrýsting mest fyrir suðaustan eða austan ísland, en lægðir yfir Grænlandi og Grænlandshafi. Sunnan átt og hlýtt í veðri að jafnaði. Þ. 23.-26. Fór lægð austur eftir fyrir sunnan landið og olli austan og norðaustan átt hér á landi. Kólnaði þá og snjóaði dálítið stundum á Norður- og Austurlandi. Þ. 27.—30. Þessa daga er sífelld norðan átt og oftast fremur hæg. Bjart- viðri sunnanlands og vestan, en oftast kalsaveður og rigning norðaustanlands. Loftþrýstingin er nú mest yfir Grænlandshafi, en lægðir halda sig fyrir sunnan og austan Island. Loftvægið var 2.9 mm undir meðallagi, frá 1.7 mm í Vm. til 4.8 mm á Rfh. Hæst stóð loftvog 776.2 mm á Ak. þ. 17. kl. 18, en lægst 727.2 mm í Grvk. þ. 8. kl. 5. liitinn var 1.5° yfir meðallag á öllu landinu. Hlýjast var eftir hætti á Norðurlandi, þar var hitinn víðast rúm 2° yfir meðallag (2.6° á Rfh.), en kaldast á Suðurlandi, 0.4° yfir meðallag í Vm. Þ. 2.-4., 11.—17. og 26.—30. var oftast venju fremur kalt. Kaldasti dagurinn var sá 29., hitinn 2° undir meðallagi. Hlýit var þ. 5.—10. og 18.—25., og hlýjast þ. 7., hitinn 6° yfir meðallag. Hæstur varð hitinn 12.8° á Eið. þ. 20., en lægstur —12.4° á Grst. þ. 14. Sjávarhitinn var 1.0° yfir meðallag frá 1.6° við Grímsey til 0.3° við Papey. Úrkoman var 23°/o umfram meðallag á öllu landinu. Á Suðurlandi var hún heldur minni en venjulega, annarstaðar var hún mikil eftir hætti, nema í Gr. Þar var minnsta mánaðarúrkoman 7.4 mm, 58°/o eða rúmlega hálf meðal- úrkoma. Mest eftir hætti var úrkoman árTgh., 131 °/o umfram meðallag eða hér um bil 2J/3 sinnum meðalúrkoma. Úrkomudagar voru nærri 4 fleiri en (13)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.