Veðráttan - 01.06.1931, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1931
MÁNAÐARVFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI
Júní.
Tíðarfarið var lengst af kalt og þurt. Spretta með afbrigðum slærn,
einkum á túnum, aðeins á raklendum engjum var hún sæmileg. Fjárhöld víðast
góð. Austanlands var óstilltur sjór og lítill afli, annarstaðar yfirleitt góðar
gæftir og afli.
Þ. 1.—11. Loftvægi óvenjulega hátt á Grænlandi og íslandi. Norðan og
austan átt yfirgnæfandi en oftast hægviðri. Kuldasamt á Norður- og Austur-
landi en úrkoma lítil eða engin, nema helzt á Austurlandi. Lægðir fara aust-
ur fyrir sunnan Island og stormasamt á hafinu suður undan. Þ. 8. og 10. var
víða allhvasst á norðaustan.
Þ. 12.—16. Lægð skammt fyrir sunnan landið olli hvassri austan átt við
suðurströndina og nokkru regni sunnanlands og austan.
Þ. 17.—18. Norðan eða norðaustan átt, með dálítilli þokusúld á Aust-
fjörðum og Norðurlandi, en bjartviðri og hlýindum suðvestanlands.
Þ. 19.—21. Komu lægðir vestan yfir Grænland og fóru austur yfir Is-
land. Varð fyrst sunnan átt en síðan tvíátta, ýmist vestan eða norðan. Nokkur
rigning og oft kalt nyrðra.
Þ. 21.—22. Norðan átt, allhvasst á Austurlandi. Góðviðri sunnanlands.
Þ. 23. Loftvægishæð yfir Islandi. Góðviðri.
Þ. 24.-27. Lægðir yfir Grænlandshafi og Islandi. Oftast sunnan eða
suðvestan átt. Þykkviðri og rigning einkum vestanlands.
Þ. 28.—30. Lægð fyrir austan Island en hæð yfir Grænlandi. Allhvasst
á norðan aðfaranótt þ. 28. en lygndi brátt. Hélzt svo breytileg átt og hæg-
viðri síðustu daga mánaðarins.
Loftvægið á öllu landinu var 2.2 mm yfir meðallag, frá 3 0 mm á Isaf.
til 1.7 mm í Grvk. Hæst stóð loftvog 776.3 mm á Rfh. þ. 4. kl. 8, en lægst
745.9 mm í Grvk. þ. 21. kl. 9.
Hitinn var 0.9 undir meðallagi að meðaltali. Hlýjast eftir hætti var á Vest-
urlandi og vestan til á Norðurlandi, 0.4 yfir meðallag á Lmbv. og Koll., en
kaldast á Norðurlandi, einkum í innsveitum, 3 0 fyrir neðan meðallag á Grst.
Hitinn var lengst af í tæpu meðallagi, aðeins þann 23.—26. og 29. var dá-
lííið hlýrra en venjulega. Þ. 9.—10., 15. og 20.—21. var kalt, hitinn 2 undir
meðallagi, en 3 fyrir neðan þ. 21., Hæstur varð hitinn 20.3 á Eið og Tgh.
þ. 25., en lægstur —5.2 á Eið. þ. 5.
Sjávarhitinn var 1.1 yfir meðallag vestanlands og norðan (Rvk.— Rfh.)
en 0.4 undir meðallagi við Suðaustur- og Suðurland (Pap.— Grvk.).
Úrkoman var 86 °/o á öllu landinu. Mest eftir hætti var hún á Hrn.,
69 °/o umfram meðallag eða 1 2/3 sinnum meðalúrkoman. A Suðausturlandi var
hún einnig meiri en venjulega, en annarstaðar yfirleitt lítil, og minnst á Ak.
8.5 mm, þ. e. 38 °/o eða aðeins rúmlega !/3 úr meðalúrkomu. Urkomudagar
voru víðast færri en venjulega, að meðaltali 2 færri. Aðeins sumstaðar á
(21)