Veðráttan - 01.06.1931, Side 4
Veðráttan
1931
Júní
Ausfurlandi voru úrkomudagar með fleira mófi. Mest mánaðarúrkoma var
153.6 mm á Fghm. en mest úrkoma á sólarhring 84.1 mm á Hól. þ. 14. I
Hveradölum var mánaðarúrkoman 120.5 mm, mest á dag 28.5 mm þ. 23.
Þoka var sjaldgæf eftir hætti. Þ. 14. var þoka sumstaðar á Norðvestur-
Norður- og Austurlandi, þ. 15. og 16. á Austurlandi, þ. 24. á stöku stað
sunnanlands,. þ. 25. norðanlands og austan og þ. 27. austantil á Norðurlandi.
Vindar. Norðaustan og austan átt var tíðust í þessum mánuði, en sunn-
an átt sjaldgæf. Logn voru heldur sjaldan og veðurhæð í freku meðallagi.
Stormar komu aðeins á Suðaustur- og Suðurlandi. Aðfaranótt þ. 5. drukkn-
aði maður af vélbátnum »Merkur« á Siglufirði. Þá var nokkuð hvasst og
bára. Þ. 9. hvolfdi bát með 4 mönnum skammt frá Þerney, 3 menn drukkn-
uðu, en einn bjargaðist á sundi. Þ. 11.—16. var hvasst á NE eða E eink-
um sunnanlands, 3 stöðvar telja storm þ. 11., ein þ. 13., tvær þ. 14. (Vm.
E 10), ein þ. 15. og ein þ. 16. Þ. 16. sökk vélbáturinn »Erik« út af Breiðu-
vík. Kom skyndilega leki að skipinu. Mennirnir björguðust. Þ. 21. hvolfdi
»Veiðibjöllunni« fram af flugskýlinu við Rvk. og skemmdist talsvert. Þann dag
og daginn eftir var hvasst á N einkum austanlands. Þ. 22. var stormur á 2
stöðvum (Tgh. N 10). Þ. 27. telur Hlíð SSW storm.
Snjólag. Aðeins ívær stöðvar telja snjó á jörð í þessum mánuði. A Hrn.
voru skafiar af vetrarsnjó alian mánuðinn, og á Vtn. var alhvítt að morgni þ. 6.
A Austurlandi snjóaði oft fyrri part mánaðarins, einkum þ. 6.—11. Þ. 21. snjó-
aði víða á Vesíur- og Norðurlandi, og þ. 27. er getið um snjókomu á 2 stöðv-
um á Vestfjörðum. Snjóinn leysti seint til fjalla. 18 stöðvar telja að meðal-
tali 50°/o hvítt á fjöllum í 600 m hæð.
Só/skinið í Rvk. var 239.3 stundir, 44.3 °/o af því sólskini, sem gæti verið.
Meðaltal 8 undanfarinna ára er 209.0 st. Mest var sólskinið 17.1 st. þ. 22.,
3 daga var sólskinslaust. A Ak. var sólskinið 175.8 st. eða 32.6°/o mest 16.8
st. þ. 5., 5 daga var sólskinslaust.
Þruma og elding í Vík. þ. 24. kl. 2234.
Jarðskjálftakippir fundust á Reykjanesi þ. 6., einn kippur kl. 515 og
aðrir minni seinna.
Kýr látnar út frá 19. maí (Grnh.) til 18. júní (Grnv.), að meðaltali 4.
júní (18 st.), 5 ára meðaltal sömu stöðva er 24. maí.
Hætt að gefa kúm frá 30. maí (Grnh.) til 26. júlí (Sðr.), að meðaltali
23. júní (17 st.) 5 ára meðaltal sömu stöðva er 7. júní.
Kartöflugras kemur upp frá 29. maí (Sth.) til 3. júlí (Koll.) að meðaltali
14. júní (6 st.), 5 ára meðaltal sömu stöðva er 8. júní.
Rófufræi sáð frá 14. maí (Sth.) til 20. júní (Koll.), að meðaltali 2. júní
(17 stöðvar).
Túnahreinsun byrjar frá 21. maf (Koll.) til 3. júlí (Sðr.), að meðaltali
16. júní (8 st.).
Gemlingar rúnir 18. júní (meðaltal 4 stöðva), 5 ára meðaltal sömu
stöðva er 10. júní.
Ær rúnar frá 20. júní (Hlíð) til 11. júlí (Vík), að meðaltali 29. júní
(10 st.), 5 ára meðaltal sömu stöðva er 21. júní.
(24)
Gutenberg