Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1931, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.08.1931, Blaðsíða 4
Veðráttan 1931 Ágúst Úrkoman var lítil, 55°/o eða rúmlega hálf meðalúrkoma á öllu landinu. Mest eftir hætti var hún vestan til á Suðurlandi, á Eyrarbakka rigndi heldur meira en venjulega (11 °/o umfram meðallag), en minnst á Austurlandi, aðeins 9°/o úr meðalúrkomu á Tgh. Úrkomudagar voru 4 fleiri en venjulega á Hvn., Rvk. og Eyrb., annarstaðar voru þeir að meðaltali 4 færri en venjulega. I Hveradölum var mánaðarúrkoman mest 112.0 mm, en mest sólarhringsúrkoma á landinu var í Vík 35.4 mm, þ. 2. Mest sólarhringsúrkoma í Hveradölum var 24. 2 mm þ. 25. Minnst úrkoma yfir mánuðinn var 6.6 mm á Vtn. Þoka var með tíðara móti sunnanlands, en annarstaðar fremur sjaldgæf eftir hætti. Sunnanlands var þoka þ. 2.-5., 10.—15., 26. og 30.—31. Þ. 9. og 14.—16. var þoka í öllum hinum landshlutunum, en þ. 8. og 17. á Norður- og Austurlandi. Þ. 1. var þoka austanlands. Uindar. Suðvestan og vestan átt var tíðust í þessum mánuði, en norðan og austan átt sjaldgæfust. Logn var venju fremur oft. Veðurhæðin var í tæpu meðallagi. Stormdagar voru taldir 4. Þ. 3. telja 8 stöðvar storm á SW (Sðr W 10). Urðu þá sumstaðar skemmdir á heyjum. Þann dag hvolfdi kastvindur flugvélinni >Súlunni« á Akureyrarhöfn. Skemmdist hún mikið. Nóttina eftir sökk þar bátur en náðist aftur. Þ. 10. telur Sðr W storm. Pap telur SW storm þ. 26. Þ. 27. telur Fgdl. storm á SW og síðan á WNW. Þ. 21. strandaði togarinn >Barðinn« framan við Akranesvita um háflóð og í ládeyðu. Sökk viku síðar. Snjólagið. Flestar stöðvar telja alauð fjöll í 600 m hæð, aðeins Hvk, Grnv., Bk. og Fgdl. telja um 25°/o hvítt á fjöllum. Á Grnh. var einnig flekk- ótt á fjöllum fyrri hluta mánaðarins. Um snjókomu í byggð er aðeins getið á Sðr., aðfaranótt þ. 27. Sólskinið í Rvk. var 209.1 st., 41.4 °/o af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 8 undanfarinna ára er 178.3 st. Mest var sólskinið 15.5 st. þ. 14. og 20., sólskinslaust var 2 daga. Á Ak. var sólskinið 174.2 st. eða 33.8 °/o, mest 13.1 st. þ. 22., fjóra daga var sólskinslaust. Þruma heyrðist á Lmbv. þ. 26. seinnipart dagsins. Landskjálftar. Mælarnir í Rvk. sýndu 8 landskjálfta. Áttu 3 af þeim upptök hér á landi, um 40 km. frá Rvk. Þeir voru þ. 23. kl. 9 °5, 12 57 og 1453. Sá fyrsti og síðasti fundust víða sunnanlands frá Skaftártungu til Akra- ness, en miðkippsins er aðeins getið í Hveradölum. Um tíma þar á eftir voru hverahræringar í Ölfusinu alltíðar. í Hveradölum er auk þess getið um þessar hræringar: þ. 23. kl. 9’5 og 22 57 þ. 24. kl. 5«, þ. 26. kl. 14 35, 20 27, 20 44, og 21 12, þ. 27. kl. 19 30 0g þ. 29. kl. 19 15. í Hvammi í Landssveit fundu menn landskjálftakipp nóttina milli þ. 30. og 31. Tveir landskjálftar þ. 10. kl. 2029 og þ. 18. kl. 13 31 áttu upptök vestast í Mongólalandi í Mið-Asíu, og 2, þ. 24. kl. 21 12 og þ. 27. kl. 14 38, áttu upptök í Beluschistan í Asíu. En landskjálftinn þ. 16. kl. 12 14 átti upptök í Texas í Bandaríkjunum. Engjasláttur byrjar frá 10. júlí til 20. ág., að meðaltali 1. ág. (6 stöðvar). (32) OuUnberg

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.