Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.08.1931, Page 1

Veðráttan - 01.08.1931, Page 1
VEÐRATTAN 1931 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Tíðarfarið. Mjög góð og hagstæð tíð til lands og sjávar, stillt lengst af, hlýtt og nægilegir þurkar. Gras var að spretta mikinn hluta mánaðarins, svo að gróður varð sæmilegur, og nýting var ágæt. Mikil síld fyrir norðan landið, en afli annars víðast tregur. Þ. 1. Hæg sunnan átt og hlýindi hér á landi. Lægð á hafinu suðvestur undan en háþrýstisvæði yfir Norðursjónum. Þ. 2.-5. Færðist lægðin norðaustur með austurströnd Grænlands og olli vestan átt hér á landi og regni vestanlands. Dagana 2. og 3. varð hvass- viðri norðanlands. Síðan hélzt hæg vestan átt í tvo næstu daga. Þ. 6,—10. Loftþrýsting mest um vestanvert Atlantshaf en lægð yfir Norðurlöndum. Yfirleitt hæg norðvestan átt hér á landi. Úrkomulaust fyrstu tvo dagana en síðan nokkur votviðri, einkum á Vestur- og Norðurlandi. Þ. 11.-16. Háþrýstisvæðið hefir færst austur um Bretlandseyjar en lægðir eru yfir Grænlandi og fyrir suðvestan ísland. Verður fyrst hæg sunnan átt hér á landi, en síðan færist lægðin austur um Bretlandseyjar og verður þá áttin austlæg. Alla þessa daga mega heita óslitin góðviðri hér á landi, þó var stundum þoka á Austurlandi. Þ. 17. —18. Lægðin er nú yfir Norðursjónum og Noregi, en hæð yfir Grænlandi. Vindur fer nú að verða norðaustan hér á landi með þokusúld fyrir norðan og austan en bjartviðri á Suðvesturlandi. Þ. 19.-23. Djúp lægð yfir Bretlandi en háþrýstisvæði um Grænland og Island. Yfirleitt hæg norðaustan átt og bjartviðri hér á landi. Þ. 24.-27. Um þessar mundir skiftir aftur um veðurlag. Loftþrýsting er orðin mest um Bretlandseyjar en lægðir koma vestan yfir norðanvert Grænland og valda vestan átt og rigningu hér á landi. Þ. 28.—31. Háþrýstisvæði yfir Islandi. Stillt og gott veður. Að kveldi þ. 30. gekk þó snöggvast í vestan átt með þoku eða rigningu á Vestur- og Norðurlandi. Loftvægið var fremur hátt, 3.0 mm fyrir ofan meðallag á öllu Iandinu, frá 1.7 mm á Rfh. til 4.7 mm í Vm. Hæst stóð lofívog í Vm. þ. 29. kl. 12 771.5 mm, en lægst á Ak. þ. 26. kl. 4, 743.8 mm. Hitinn var 2.2° yfir meðallag á öllu landinu. Alstaðar var mánaðarhitinn yfir meðallag, einna minnst í Kvgd. (1.0°) en mest í Hvk. (3.3°). Vfirleitt var tiltölulega hlýjast á Norðurlandi, og var mánaðarhitinn þar víðast um 3° yfir meðallag. Þ. 5.-9., 18.—24., 27.-28. og 31. var hitinn oftast í góðu meðal- lagi, annars var hann 2—5° yfir meðallag. Hlýjast var þ. 11. og 12. (5° yfir meðallag). Hæstur varð hitinn 26.3° á Eið. þ. 11., en lægstur —2.3° a Grst. þ. 31. Sjávarhitinn umhverfis landið var 1.6° yfir meðallag, frá 0.2° við Grvk. til 3.2° við Rfh. (29)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.