Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1931, Síða 4

Veðráttan - 01.09.1931, Síða 4
September. Veöráttan 1931 Þoka var tíð eftir hætti á Suðurlandi. Þar er getið um þoku þ. 13. —16., 21,—25. og 27.-28. í hinum landshlutunum var sjaldan þoka. Þ. 14.- 15., 25. og 28. var þoka sumstaðar á Suðausturlandi, þ. 15. og 16. vestanlands og þ. 5. á stöku stað norðanlands. Windar. Suðvestan átt var tíðust í þessum mánuði en norðan og austan átt sjaldgæfust. Logn var venju fremur oft. Veðurhæð í tæpu meðallagi. Stormdagar töldust 7. Þ. 13. telur Hlíð austan storm. Þ. 15. telja 2 stöðvar storm, (Rfh. W 9-10, Eið. SW 9). Á Rfh. misstu bátar línur, en annarra skemmda er ekki getið. Þ. 17.—18. var hvöss suðvestan og vestan átt um allt land. Þ. 17. telja 14 stöðvar veðurhæð 9 eða meira (Sðr., Hest., Grnh. og Koll. telja veðurhæð 10 og Hrn. 11). Þ. 18. telja 6 stöðvar storm og 3 stöðv- ar rok (Rfh., Gr. og Hrn., á Hrn. varð veðurhæð 11). Þ. 19. telur Hrn. SW 9 — 10. í þessu veðri urðu víða skemmdir. Á Ak. fauk bifreiðaskúr og þak af húsi. Á Hrn. fauk þak af hlöðu. Hey fuku og víða. Vélbátur slitnaði upp á Mýrnavík. Þ. 22. telur Fgdl. SW storm. Nóttina áður sökk vélbáturinn »Dóra« frá Færeyjum skammt fyrir vestan Grímsey. Skipshöfnin drukknaði (17 manns). Loks telur Grnv. sunnan storm þ. 25. Þ. 9. sökk vélbáturinn »Frægur« við árekstur á höfninni í Hnífsdal. Einn maður drukknaði. Þ. 26. strandaði þýzk- ur togari á Þistilfirði. Veður var gott, og menn björguðust. Þ. 27. strandaði togarinn »Volesus« frá Grimsby á Grenjanesboða hjá Þórshöfn í þokusúld. Ægir náði honum út. Snjólag. Þ. 17. eða 18. snjóaði norðantil á Vestfjörðum og á 2 stöðvum norðaustanlands. Þst. og Sðr, telja alhvíta jörð að morgni þ. 18. Þ. 2.-3. og 8. er getið um snjókomu til fjalla á Austurlandi. Þ. 10. snjóaði í fjöll á Vestfjörðum og Norðurlandi, og þ. 11. á Norður- og Austurlandi. Annars voru fjöll alauð í 600 m. hæð nema austantil á Norðurlandi og norðaustanlands. Þar voru miklar fannir, svo að fjöll eru sumstaðar talin um 25°/o hvít. Sólskinið í Reykjavík var 122.7 stundir, 31.4°/o af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 8 undanfarinna ára er 128.1 st. Mest sólskin var þ. 3., 14.0 st.; 7 daga var sólskinslaust. Á Ak. var sólskinið 127.5 st. eða 32.5°/o, mest 12.2 st. þ. 1.; 2 daga var sólskinslaust. Þrumur voru í vestri frá Grímsey þ. 28. Landskjálftar. Mælarnir í Reykjavík sýndu landskjálfta þ. 6. kl. 7 °5, upp- tök í Atlantshafi um 1400 km. frá Reykjavík, og aftur þ. 25. kl. 5 29, upptök sunnan við eyna Sumatra. Á Reykjanesi varð vart við kipp þ. 17. kl. 3 45. Fyrri hluta mánaðarins tóku menn við og vjð eftir hverahræringum í Ölfusinu. Kartöflugras byrjar að sölna 'frá 1.—4. sept., að meðaltali 2. sept. sam- kvæmt skýrslum frá 5 stöðvum á Vestur- og Austurlandi. En nokkrar stöðvar sunnanlands og ein vestanlands geta þess, að kartöfiugrösin stóðu alveg ósölnuð til uppskeru, 15.— 30. sept. Kartöflur teknar upp frá 15. sept. til 4. okt., að meðaltali 26. sept. (14 stöðvar). 5 ára meðaltal sömu stöðva er 21. sept. Sláttur hættir frá 5. sept. til 1. okt., að meðaltali 19. sept. (10 stöðvar). 5 ára meðaltal sömu stöðva er 17. sept. Hirt síðast af engjum frá 12. sept. til 5. okt., að meðaltali 24. sept. (11 stöðvar). 3 stöðvar sunnanlands geta þess, að hey voru ekki alhirt fyr en um 20. okt. (36) Cutenberg

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.