Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1931, Síða 1

Veðráttan - 01.12.1931, Síða 1
VEÐRATTAN 19 31 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Desember. Tíðarfarið var óstöðugt en lengst af frostvægt. Á Suðvestur- og Vestur- landi var stormasamt mjög og óhagstætt og haginn frekar slæmur, en annar- staðar er tíðin talin góð til landsins lengst af. Gæftir mjög stopular. Þ. 1. Lægð fyrir austan ísland. Norðan veðrátta og hríðarveður á Norð- austurlandi. Þ. 2.-6. Lægð á hreyfingu suðvesjan úr hafi og norðaustur um Fær- eyjar, en háþrýstisvæði um Grænland og ísland. Hæg norðaustan átt og bjart- viðri hér á Iandi í fyrstu, en hvessti síðan af norðaustri með snjókomu annað slagið á Austur- og Norðurlandi. Þ. 7.-8. Lægð suðvestur af Reykjanesi olli suðaustan roki og snjókomu um allt land. Síðan færðist lægðin norðaustur yfir landið, og brá til suðvestan áttar og umhleypinga á Vesturlandi, en norðaustanlands var veður allgott. Þ. 9.—10. Sunnan veðrátta og hlákuveður um allt land. Lægð yfir Grænlandshafi. Þ. 11.—12. Vestan átt með snörpu éljaveðri vestanlands en bjartviðri eystra. Lægðin komin frá Grænlandshafi og norður fyrir ísland. Þ. 13.—14. Ný lægð suður af Reykjanesi og færðist síðan austur fyrir landið. Fyrst suðausian átt og snjókoma, en gekk svo í norðaustan átt með hríðarveður nyrðra og eystra en bjartviðri suðvestanlands. Þ. 15.—18. Háþrýstisvæði yfir ísland en víðáttumikil lægð yfir vestan- verðu Atlantshafi. Góðviðri norðanlands og austan en allhvasst af suðaustri og úrkoma suðvestanlands. Þokaðist lægðarsvæðið norður eftir Grænlandi og veitti hlýjum, suðrænum loftstraumi yfir landið. Varð sunnan hvassviðri að kveldi hins 17. Þ. 19. Djúp lægð norður af Vestfjörðum. Suðvestan hvassviðri um allt land. Skúra- og éljaveður vestanlands. Þ. 20.-23. Hlý sunnan veðrátta á ný. Víðáttumikil lægð fyrir vestan landið. Urkomusamt mjög og stundum slydduél vestanlands. Þ. 24.-25. Færðist lægðin alveg norður fyrir landið og olli kaldri vestan átt með miklum snjóéljum um vesturhluta landsins. Þ. 26.-29. Kom ný lægð veslan að og hreyfðist með miklum hraða austur yfir landið. Varð þá norðanhríðargarður um land alt. Þ. 30.—31. Ný lægð fyrir sunnan land. Austan og norðaustan veðrátta. Stormur á Suðurlandi. Víða snjókoma. Loftvægið var 2.7 mm fyrir ofan meðallag á öllu landinu, frá 1.2 mm á Rfh. til 3.8 mm á Hól. Hæst stóð loftvog á Sf. þ. 15. kl. 6 — 12, 772,1 mm, en lægst í Grvk. þ. 8. kl. 5, 729.9 mm. tiitinn var 1.5° yfir meðallag á öllu landinu. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi var hann um 1° yfir meðallag, en í hinum landshlutunum var tiltölulega hlýrra, hitinn var þar víðast 1.5°—2° fyrir ofan meðallag (mest 2.4° á Hvk.). Þ. 2.-6. og 27.—31. var kalt, kaldast var þ. 27., hitinn 5° undir meðallagi. Þ. 14.—15. og 24.-26. var hitinn í tæpu meðallagi. Annars var tiltölulega hlýtt. Hlýjast var þ. 17. og 20.—21. (hitinn 8—9° yfir meðallag). Hæstur varð hitinn 15.0° á Hrn. þ. 21. en lægstur —20.2° á Grst. þ. 5. Sjávarhitinn var 0.3° yfir meðallag við Vestfirði og Norðurland (Sðr.— Rfh.) en 1.6° fyrir ofan það frá Pap. —Sth. Úrkoman var 33 °/o fyrir ofan meðallag eða 1 ty3 sinnum meðalúrkoma á öllu landinu. Mest eftir hætti var hún á Vesturlandi (á Sth. 127 °/o umfram (45)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.