Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 01.12.1931, Side 4

Veðráttan - 01.12.1931, Side 4
Desember. Veðráttan 1931 meðallag eða hér um bil 2lk sinnum meðalúrkoma) og á Suðausturlandi (á Tgh. 105 °/o umfram meðallag eða rúmlega tvöföld meðalúrkoma). í Grímsey yar minnst úrkoma, 10 6 mm eða 56°/o, aðeins rúmlega hálf meðalúrkoma. Úr- komudagur voru 5 fleiri en venjulega frá Pap. sunnanlands og vestan til Koll., en frá Ak. til Eið. voru þeir rúml. 2 færri. Mest mánaðarkoma var í Hvera- dölum 303.1 mm, en mest úrkoma á sólarhring í Fghm. 81.0 mm þ. 9. Mest sólarhringsúrkoma í Hveradölum var 30.2 mm þ. 9. Þ. 22. var aftakaveður með stórrigningu á Vesturlandi. Féllu 3 aurskriður á Bíldudal og ollu skemmd- um á húsum, túnum og görðum og brutu tvo rafmagnsstólpa. Þ. 23. kom hlaup í Skjálfandafljót, og olli það talsverðu tjóni. í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi urðu víða miklir vatnavextir. Þoka var víðast venju fremur sjaldgæf. Þ. 9.—10. var þoka á Suð- austur- og Suðurlandi en þ. 16.—17. á Austur- og Suðausturlandi. Vindar. Norðaustan átt var tíðust í þessum mánuði og þar næst suð- vestan átt en austan og suðaustan átt sjaldgæfust. Logn var fátítt og veður- hæð nokkuð ofan við meðallag. Stormdagar töldust 19. Dagana 1. og 3. telja 2 stöðvar storm en 16 stöðvar þ. 7. (Gr. SE 10, Vm. ESE 11, Smst., og Grvk. E 11). Dagana 11.—13. var stormur á nokkrum stöðvum og SE 10 í Vm. aðfaranótt þ. 16. Frá þ. 17.—22. voru stormar víða, og varð veðurhæð sumst. 10 — 11 vindstig (S eða SW 11 í Rvk. aðfaranótt þ. 19. og þ. 21., S 10 í Sth., Kvgd. og Hest. þ. 20. og 21., W 10 á Sðr. þ. 19. og þ. 21., SE 10 þ. 20., og E 10 þ. 21., SW 10 — 11 á Hrn. aðfaranótt þ. 19., S 10 í Pap. aðfaranótt þ. 21., SW 10 í Hrph. þ. 19., SE 10 í Hlíð þ. 21.). Þ. 24. telja 4 stöðvar storm, (Vm. og Rkn. W 10). Þ. 26.-28. er stormur víða og sumst. rok (Vm. W 10 þ. 26., Hól. og Kbkl. N 10 aðfaranótt þ. 28.). Þ. 30. —31. telja fá- einar stöðvar storm (Vm. E 10—11, Kvgd. E 10 þ. 31.). í veðrinu þ. 7. brotnaði símastaur og slitnaði símaþráður í Patreksfirði, og í Grvk. fauk bátur. Þ. 9. strandaði vélbáturinn »Bergþóra« sunnan við Húsavík vegna vélbilunar. Menn björguðust, en báturinn brotnaði og sökk. Þ. 13. urðu skemmdir á ljósaleiðsl- um og símum, á Siglufirði brotnuðu 6 staurar. Einnig brotnuðu rúður, og járnplötur reif af húsþökum. Dagana 18,—22. urðu víða skemmdir. Þ. 18. laskaðist björgunarbátur á »Esju« í Faxaflóa, og maður meiddist. Á Hrn. urðu nokkrar skemmdir á heyjum og húsþökum þ. 18.—20. Þ. 20. fauk járnþak af hlöðu á Hvalskeri við Patreksfjörð. Þ. 21. slitnuðu upp, 2 trillubátar á Bíldu- dalshöfn. Sama dag fauk þak af húsi í Grundarfirði. í Grafarnesi löskuðust vélbátar. Aðfaranótt þ. 27. sökk línuveiðarinn »Málmey« á höfninni í Hafnarfirði. Snjólagið var 59°/o á öllu landinu. 5 ára meðaltal 10 stöðva er 54°/o, en nú telja þessar stöðvar 59°/o hvítt að meðaltali. Snjólagið var þó heldur minna en venjulega á Austur- og SuðausturlandL en á Suðvestur- og Vestur- landi var það tiltölulega mest. Fyrstu 5 — 6 daga mánaðarins var auð jörð á Suðausturlandi, og dagana 16.—21. var víða alautt. Þ. 6.—15. og frá þ. 21. var víðast ajhvítt nema suðaustanlands, þar var autt eða flekkótt þ. 8,—12. og 22. —25. Á 7 stöðvum varð jörð aldrei alauð. Mest snjódýpt var mæld 55 cm á Þst. þ. 31. Haginn var 82<Vo á öllu landinu en 85 o/o á þeim stöðvum, þar sem 5 ára meðaltal er reiknað, og er það 82°/o. Haginn var slæmur með köflum á Suðvestur- og Vesturlandi en annarstaðar tiltölulega góður. Sólskinið í Rvk. var 12.0 stundir, 9.1% af því sólskini, sem gæti verið, en meðaltal 8 undanfarinna ára er 3.7 stundir. Mest sólskin, sem áður hefir verið mælt í desembermánuði, er 6.0 st. árið 1923. Sólskin var mælt 6 daga, mest 4.0 st. þ. 3. Á Ak. var aldrei sólskin. LandskjáUti. Þ. 30. kl. 1940 fannst landskjálftakippur á Hraunum í Fljót- um. Hann stóð yfir um ]/4 mín. og virtist koma frá E eða SE. Þrumur. Þ. 7. seinnipartinn voru þrumur á Fghm., þ. 11. seinni partinn í Keflavík við Súgandafjörð og rosaljós á Sðr., aðfaranótt þ. 19. í Rvk., Rafm., Lmbv. og Koll. en rosaljós í Sth., aðfaranótt þ. 22. í Kvgd. og þ. 23. á Hól. (48) Gutenberg.

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.