Veðráttan - 02.12.1931, Blaðsíða 6
Ársyfirlit
Veðráttan
1931
Veðurstofan.
Starfsfólk hefir verið hið sama árið 1931 og áður. Gunnlaugur Indriða-
son dó á Vífilsstöðum þ. 25. jan. eftir langvinn veikindi. Hann var aðstoðar-
maður á Veðurstofunni frá stofnun hennar 1920 til 1928, er hann varð að
hætta störfum vegna heilsubilunar. Hann var gæddur sérlega góðum gáfum,
skyldurækinn við störf sín og prúður í öllu dagfari. Um mánaðarmótin sept.
—okt. flutti Veðurstofan frá Skólavörðustíg 3, þar sem hún hefir verið til
húsa frá því hún byrjaði að starfa 1. jan. 1920, í hið nýja hús landssímans
við Thorvaldsensstræti. Við flutninginn varð sú breyfing á hæð loftvogar yfir
sjó, að nú er hún 17.3 metrar, en var áður 28 m, en hitamælaskápurinn er í
sömu hæð yfir sjó og áður, því að nú er hann uppi á þaki hússins, en hékk
áður á norðurvegg að húsabaki á Skólavörðustíg.
Mánaðarritið »Veðráttan« hefir verið gefið út þetta ár eins og að undan-
förnu. Veðurskeyti að morgninum hafa verið fjölrituð og send áskrifendum í
Rvík. Landskjálftaskýrslur á ensku hafa einnig verið fjölritaðar og sendar ýms-
um erlendum vísindastofnunum, enda fær Veðurstofan í skiptum skýrslur þeirra.
Nokkur landskjálftablöð voru send erlendum stofnunum til athugunar við rann-
sókn á sérstökum landskjálftum. Skýrslur um sérstaka þætti úr veðurlagi á
íslandi voru og látnar í té nokkrum opinberum stofnunum og einnig einstöku
mönnum, innanlands og utan. Til upplýsinga í lögfræðilegum málum voru á
árinu gefin 8 vottorð um veðrið. Á þessu ári var byrjað að varpa út veður-
fregnum að nóttunni, kl. 1.45, um loftskeytastöðina. Næturútvarp veðurfregna
var frá 5. jan. til aprílloka, og svo frá 24. okt. til ársloka. Var þá birt veður-
spá fyrir næsta dag eftir innlendum og erlendum veðurfregum, sem hægt var
að ná í um miðnættið. Innlendu fregnirnar voru fyrri hluta ársins frá Hólum,
Stórhöfða í Vm. og Isafirði (Bolungarvík), en um haustið bættust við veður-
fregnir frá Akureyri og Reykjanesi. Þ. 2. október var byrjað að útvarpa
veðurfregum frá ríkisútvarpinu, kl. 10.15 og 16.10. Samtímis hætti útvarp
veðurfregna frá loftskeytastöðinni nema kl. 8.45, sem hætti við árslok. Veður-
fregnum á þýzku var allt árið útvarpað tvisvar á dag frá loftskeytastöðinni á
Melunum. Á flugferð Ahrenbergs til Grænlands voru honum í té látnar
veðurfregnir.
Weðurathuganastöðuar. Fyrir milligöngu vitamálastjóra, Th. Krabbe, hafa
nokkrir vitaverðir byrjað á veðurathugunum, svo að á þessu ári hefir Veður-
stofan fengið veðurskýrslur frá Öndverðarnesi, Svalvogum, Keflavík við Súg-
andafjörð, Hornbjargsvitanum, Skoruvík á Langanesi og Glettinganessvitanum.
Veðurathugunarstöðin, sem var á Stóra-Núpi, er flutt að Hrepphólum og
nýjar stöðvar á Arnarstapa á Snæfellsnesi og í Hlíð í Hrunamannahreppi. En
nýjar veðurskeytastöðvar Vattarnes við Fáskrúðsfjörð, sem byrjaði í febrúar,
og Hveradalir á Hellisheiði, sem byrjaði í október að senda veðurskeyti
(54)