Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1932, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.01.1932, Blaðsíða 4
}anúar. Veðráttan 1932 stormur einhversstaðar á landinu, á 8 stöðvum þ. 23. en hina dagana á 1- 4 stöðvum. (Pap. SSW 10, Tqh. S 10 og Vm. E. 10 þ 23., Vln. S 11 aðfara- nótt þ. 25. og Smst. SE 10 þ. 25, Gr. WNW 10 þ. 28 og Sðr. SW 10 þ. 30.). Þ. 7. tók mann út af »Snorra Goða« á leið til Englands. Veð/ið þ. 12. olli víða tjóni. Þann dag varð maður úti á leið frá Heiði til Skála. I Þistilfirði hrakti 32 ær fyrir björg, og 43 kindur tók út af skeri frá Leirhöfn á Sléitu. í Reykjavík losnuðu þakplötur af húsi. Aðfaranótt þ. 13. strandaði enski tog- arinn Black Prince við Vestmannaeyjar. Skipshöfnin bjargaðist, en skipið sökk. Sömu nótt rak »Vestra* á 1 and að Þingeyri við Dýrafjörð, braut bryggju en skemmd- ist sjálft lítið. Þ. 14. sökk vélbátur á leið frá Stykkishólmi til Skógarstrandar vegna leka; menn björguðust. Þ. 17. strandaði vélbáturinn »Svanur« fyrir norðan Lóndranga á Snæfellsnesi; mannbjörg. Þá urðu og víða símabilanir miklar í Skaftafellssýslu. Sama dag lentu margir togarar í hrakningum á leið frá Eng- landi til íslands og urðu fyrir skemmdum; af enska togaranum »Angus« tók út mann. Þ. 21. um hádegi fór vélbáturinn »Hulda« frá Rvk. áleiðis til Kefla- víkur, og hefir ekki spurzt til hans síðan. Þ. 29 strandaði enski togarinn »Reatia« við Hraunhallartanga á Sléttu. Náðist út lítið skemmdur. Snjólagið var 81 °/o á öllu landinu. Á 11 stöðvum var það að meðaltali 77 °/o, en 5 ára meðaltal þessara stöðva er 61 °/o hvítt. Á Austur- og Suð- austurlandi var þó ekki snjódjúpt, en víðast hjarn og svell og því haglitið. Á 27 slöðvum varð jörð aldrei alauð, en 2 stöðvar telja alhvítt allan mánuðinn. Mest snjódýpt var mæld 90 cm. á Þst. þ 28. Haginn var 46 °/o á öllu landinu. Á 10 stöðvum er 5 ára meðaltal fyrir janúarmánuð 77 °/o, en nú telja þessar stöðvar aðeins 50 °/o haga. Á Suð- vestur- og Vesturlandi var haginn sérlega slæmur (3% á Þst. og Lmbv), en á Norðurlandi austanverðu og suðaustanlands var hann fremur góður. (98 °/o í Hvk., 95 °/o á Tgh.). Sólskinið í Reykjavík var 10.5 stundir, 6 3 °/o af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 8 undanfarinna ára er 14.3 st. Mest var sólskinið 2 5 st. þ. 6. Sólskin var mælt 12 daga. Á Akureyri var sólskinið 0.5 st. eða 0.3 °/o. Sól- skin var aðeins mælt þ. 19. Þrumur. Aðfaranótt þ. 14. voru þrumur í Pap og á Fghm, þ. 14. á Tgh. og Hól. aðfaranótt þ. la. á Hól., þ. 17. í Pap. og á Hól og rosaljós á Tgh., þ. 20. á Lmbv. og Tgh., en rosaljós á Hrph. og í Hlíð, þ. 22. á Hól. og í Vik.. þ. 23. í Pap., á Tgh., Kbkl og í Vik og leiftur í Rvk., en næturnar milli þ. 24.-25. og 25.—26. á Vtn., þ. 26. í R^k og aðfaranótt þ. 29. á Rkn. Þ. 23. sló eldrngu niður í símann á Hólströnd sunnan við Berufjörð, 7 staurar brotn- uðu og flísuðust sundur. Sama dag mun það hafa verið að eldingu sló niður í fjárhús að Leiðvelli í Meðallandi; 13 ær drápust. Landskjálftar. Mælarnir sýndu 4 hræringar, þar af 3 þ. 8 kl 14 51, 15 08 og 15 13. og virtust þær hafa upptök um 110 km frá Reykjavík. Kippir þessir fundust á Efra-Hvoli og Sámsstöðum. Þ. 25. kl. 18 31 varð hræring, sem átti upptök um 120 km frá Reykjavík, varð þessa landskjálfta vart á Efra-Hvoli. Fellsmúla og Hrph. Auk þess varð vart við hræringar á Rkn. þ. 26 kl. 23 10— 20. Skriða. Um morguninn þ. 15. féll stórkostleg skriða úr Reynisfjalli og fór skammt vestan við Vik í Mýrdal. Síðar um daginn komu mörg smærri hröp. Eyðilögðu þau á stóru svæði matjurtagarða, sem þorpsbúar áttu. (4)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.