Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.1932, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐ U RSTOFU NNI Febrúar. Tíðarfar. Einmuna veðurblíða og hlýindi um allt land, snjólaust að kalla í bygð, jörð víða farin að grænka í mánaðarlokin, fénaður gekk sjálfala eða honum var lítið gefið. Afli víðast góður, þegar á sjó gaf. Þ. 1.—5. Sunnan átt og hlýindi um allt land. Loftþrýsting óvenjulega mikil um Bretlandseyjar en lág yfir vestanverðu Atlantshafi og yfir Grænlandi. Vindur var oftast fremur hægur suðvestanlands og oftast hægviðri austanlands. Þ. 6.-7. Vestan átt. Skúra og éljaveður vestanlands. Lægð fyrir norð- an ísland. Þ. 8,—12. Dreytileg átt og oftast hægviðri. Háþrýstisvæði frá Bretlands- eyjum og norður um ísland. Þ. 13.—14. Alldjúp lægð kom vestan yfir Grænland og fór austur fyrir norðan Island. Olli hún vestan átt og hvassviðri með bleytuhríð vestanlands og norðan, en batnaði fljótt aftur. Þ. 15.—17. Sunnan átt og hlýindi. Allhvasst vestanlands. Lægðir norð- austur yfir Grænland. Þ. 18. Varð áttin vestan og norðvestan, enda var lægðin komin norð- austur fyrir ísland. Kólnaði talsvert í veðri og gerði snjóél vestanlands og norðan. Þ. 19. Hægviðri og nokkurt frost. Þ. 20.—29. Óslitinn góðviðriskafli. Oftast hæg sunnan eða suðvestan át) og hlýindi eins og á vordegi. Háþrýstisvæði um austanvert Atlantshaf, ís- land og Bretlandseyjar en lægðir yfir vestanverðu Grænlandi. Loftvægið var 19.2 mm yfir meðallag á öllu landinu, frá 15.7 mm á Rfh. til 22.2 mm í Vm. Hefir mánaðarloftvægið aldrei komizt svo hátt yfir meðallag hér á landi síðan athuganir hófust í Stykkishólmi 1846. í jan. 1881 fór loftvægið næstum því eins hátt yfir meðallag í Sth. (18.1 mm en nú 18.7 mm) og heldur hærra en nú á Ak. (18.3 mm en nú 17.6 mm) en var þá að- eins 15.2 mm yfir meðallag í Vm. Loftvog stóð hæst á Tgh. þ. 10. kl. 21, 785.6 mm. Er það með mestu loftþrýstingu, sem mæld hefur verið hér á landi (hæst hefir loftvog staðið 789.5 mm í Sth. þ. 16. des. 1917). Lægst stóð loftvog á ísaf. þ. 18. kl. 3, 740.8 mm. Hitinn var 6.6° yfir meðallag á öllu landinu. Tiltölulega hlýjast var á Norðurlandi og norðantil á Vestfjörðum, þar var hitinn víðast um 8° yfir meðallag (mest 8.6° á Þst), en kaldast á Suðausturlandi (3.5° yfir meðallag á Hól.) Er þetta lang hlýjasti febrúarmánuður, sem komið hefir síðan að byrj- að var að mæla hitann hér á landi. Næst hlýjastur er febrúar 1929, þá var hit- inn í Rvk. 3.3° (nú 5.4°), en á Sth. 2.1° (nú 4.6°). Þ. 11. og 19. var hitinn í tæpu meðallagi á Suðausturlandi, annarstaðar var fremur hlýtt, en þessa daga var þó kaldast (hitinn 3° og 1° yfir meðallag á öllu landinu). Þ. 1.—3., 15.—17. og 20.-29. var hitinn 7°—9° yfir meðallag. Hæstur varð hitinn 15.0° í Fgdl. þ. 22. og 23., en lægstur — 9.5° á Grst. þ. 20. Sjávarhitinn var 1.8° yfir meðallag, frá 2.7° við Sðr. og Pap. til 0.6° við Grnh. Jarðvegshitinn á Rafm. var 3.4 ' í 1 m dýpt en 6.8° í 2 m dýpt. Á Smst. yar jarðvegshitinn 2.0° í 1 m. dýpt. Úrkoman var fremur lítil, 64 °/o eða tæpl. 2/3 úr meðalúrkomu á öllu landinu. Aðeins á Hvn. var hún meiri en venjulega, 17°/o umfram meðallag (5)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.