Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1932, Blaðsíða 6

Veðráttan - 02.12.1932, Blaðsíða 6
Ársyfirlit Veðráttan * 1932 Veðurstofan. Starfsfólk var hið sama árið 1932 og undanfarið ár. Haldið var áfram að gefa út mánaðarblaðið Veðráttuna. Veðurskeytin að morgninum hafa verið fjölrituð og send áskrifendum i Reykjavík, og nokkrum erlendum veðurfræði- stofnunum í skiptum fyrir veðurkort þeirra. Landskjálftaskýrslur á ensku hafa verið fjölritaðar og sendar erlendum vísindastofnunum, sem fást við land- skjálftarannsóknir, í skiptum fyrir rit þeirra. Skýrslur um einstaka þætti veður- lagsins á Islandi og kaflar úr veðurathugunum, gerðum hér á landi, hafa verið látnir í té nokkrum opinberum stofnunum innanlands og utan, svo og einstök- um vísindamönnum til notkunar við fræðistörf þeirra. Ennfremur voru gefin út 8 vottorð um veðrið til upplýsingar í lögfræðilegum málum. Veðurfregnum að nóttunni kl. 1.45 var varpað út á 1200 m öldulengd frá Loftskeytastöðinni 7 mánuði ársins (1. jan.—30. apríl og 1. okt.—31. des.). Frá ríkisútvarpinu var veðurfregnum útvarpað þrisvar á dag (á helgum dögum tvisvar), svo sem verið hafði 3 síðustu mánuði ársins 1931. Frá loftskeytastöðinni vo.ru auk þess veð- urfregnir sendar tvisvar á dag sem loftskeyti. Ennfremur voru gefnar út tvisvar á dag veðurfregnir á ensku og þýzku. Rúma 2 fyrstu mánuði ársins voru veðurfregnir á ensku sendar sem loftskeyti, en útvarpað á þýzku frá loftskeyta- stöðinni, en frá 4. marz var veðurfregnum á báðum tungumálunum útvarpað frá ríkisútvarpinu tvisvar á dag. Ríkisstjórnin ákvað, að Veðurstofan skyldi af fjárhagslegum ástæðum eigi halda uppi neinum sjálfstæðum auka-athugunum eða rannsóknum í sam- bandi við þær rannsóknir í heimskautalöndunum, sem margar þjóðir höfðu á- kveðið að gera á tímabilinu 1. ág. 1932—31. ág. 1933, en hins vegar skyldi hún styrkja rannsóknir Hollendinga á loftinu hér uppi yfir með því að leggja þeim til endurgjaldslaust flugvöll, þar sem flugvélarnar, sem notaðar voru við rann- sóknir þessar, gætu lent, svo og styrkja segulmagnsmælingar þær, sem gerðar voru undir stjórn forstöðumanns Veðurstofunnar, með því að leggja þeim til skýli, þar sem mæliáhöldin gætu staðið og ritað upp segulmagnsbreytingarnar. Auk þess var Veðurstofan í náinni samvinnu við áður nefndar rannsóknir og við rannsóknarstöð Dana og Svisslendinga við Snæfellsjökul. Frá stöðinni á Snæfellsnesi fékk Veðurstofan veðurskeyti, og eftir hverja flugferð Hollend- inganna fékk Veðurstofan skýrslu um árangur mælinganna og sá um, að skeyti þar að lútandi yrði sent til útlanda. Fiskifélag íslands sá um, að veðurfregnir Veðurstofunnar yrðu birtar tvisvar á dag í verstöðvunum. Veðurathugunarstöðvar. I byrjun ársins hætti Árni Árnason veðurathug- unum á Raufarhöfn, en frú Rannveig Lund tók við. Þ. 10. jan. byrjaði Ulf Jónsson veðurathuganir á Úlfljótsvatni, og fær Veðurstofan mánaðarskýrslur þaðan. Heiðrekur Guðmundsson sendir Veðurstofunni skýrslur yfir veður- athuganir sínar á Sandi í Aðaldal frá 1. apríl. í maí tók Hjörtur ]ónsson við veðurathugunum á Hvanneyri af Ásmundi Sigurðssyni. Þ. 3. júní byrjaði (54)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.