Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1932, Blaðsíða 7

Veðráttan - 02.12.1932, Blaðsíða 7
1932 Veðráttan Ársyfirlit Einar Gestsson á Hæli í Qnúpverjahreppi að senda veðurskeyti. Kristján Wiium bóndi í Fagradal andaðist 1. júní. Hann hafði mikinn áhuga fyrir veðurathugunum og byrjaði að senda veðurskeyti frá Fagradal 1925, en á árunum 1896 — 1902 gerði hann veðurathuganir á Kóreksstöðum. Ekkja hans, Oddný Wiium, heldur áfram veðurathugunum í Fagradal. Þ. 10. júlí fluttist veðurathugunarstöðin í Bakkafirði frá Bakka að Höfn. Við lát Björns Magnús- sonar símastjóra á Isafirði þ. 11. ágúst, tók Ólafur Árnason símritari við veðurathugunum á Isafirði og veðurskeytasendingum. Ólafur Halldórsson tók að sér veðurathuganir í Vík í Mýrdal í ágúst, en þangað til hafði Haraldur Jónsson, barnakennari, haft þær á hendi. Valdimar Stefánsson, vitavörður, tók við veðurathugunum við Hornbjargsvitann þ. 16. sept., er Carl Löve hætti athugunum þar. Þessi innlend skip sendu Veðurstofunni veðurskeyti á árinu: Brúarfoss, Egill Skallagrímsson, Garðar, Hannes ráðherra, Skallagrímur og Sviði. Landskjálftar. Landskjálftamælarnir sýndu alls 97 hræringar á árinu. Af þeim áttu 83 upptök á íslandi eða í námunda við það. Mest kvað að landskjálftum 2. nóv., varð þá vart 34 hræringa, og þessu næst þ. 17. apríl, 20 hræringar. Fiestir áttu landskjálftar þessir upptök á Reykjanesskaganum eða þar í nánd, 7 á Suðurlandi, 70—120 km. frá Reykjavík, þar af 4 í janúar, 2 fyrir norðan land á Gamlaársdag. Um upptök 3 hræringa þ. 29. sept. er eigi annað kunnugt en að þau voru um 135 km. frá Rvk. Af 14 landskjálftum, sem komu lengra að, áttu 4 (13. febr., 14 apríl og 2 þ. 5. ágúst) upptök suðvestur í Atlantshafi 1000—1200 km. frá Rvk., en upptök hinna 8 voru fjarlægari og hefir þeirra verið getið áður. (55)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.