Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.02.1949, Qupperneq 1

Veðráttan - 01.02.1949, Qupperneq 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ A YEÐURSTOFUNNI Febrúar Tíðarfarið var mjög umkleypingasamt. Snjór var víðast allmikill og samgöngur oft erfiðar. Gæftir voru tregar, en afli yfirleitt góður, þegar á sjó gaf. Þ. 1.—7. var tiltölulega hlýtt loft yfir landinu, og suma dagana var asahláka. Hiti var frá 1°—7° yfir meðallagi. Úrkoma var fiesta dagana um allt land nema á Norðausturlandi, mest var úrkoman á Vesturlandi. Vindátt var allbreytileg, en þó aldrei norðlæg. Lægðir voru á hreyfingu til norðurs og norðausturs vestan við landið. Vindur var stundum hvass. (Þ. 1. Hmd. SSW 10, Hbv. SW 10, Krv. W 11; þ. 2. Hbv. SW 10, Krv. WSW 10 og W 10, Gr. NW 10, Sd. SW 11, Hól. S 10; þ. 6. Hmd. SSE 10 Vm. SSE 10 og S 10, Rkn. SE 10; þ. 7. Hól. E 10, Vm. E 11). Þ. 8.—21. var vcður mjög umhleypingasamt. Hiti var frá 3° undir meðallagi að 3° yfir meðallagi. Flesta dagana var þó hlýrra en í meðallagi. Tírkomusamt var nema á Norðausturlandi. Hvassviðri voru alltíð (Þ. 8. Sd. W 11, Dt. NW 10, Pap. WSW 10, Vm. W 12, Rkn. W 10; þ. 13. Vm. W 10; þ 14. Dt. WNW 10, Vm. SE 10; þ. 15. Dt. WNW 11, Vm. W 10; þ. 17. Rvk. WSW 10, Dt. NW 10; þ. 18. Vm. SSW 10; þ. 19. Kvgd. NE 10, Vm. W 10, Rkn. W 10; þ. 20. Rvk. WSW 10, Dt. SW 11, Vm. WSW 10; þ. 21. Rfh. S 11, Hól. S 10, Vm. SW 15). Lægðir voru yfirleitt vestan við landið. Djúpar lægðir komu þó inn yfir landið þ. 8., 18., 19. og 21. Þ. 22.—28. var kalt loft yfir landinu, liiti var 1°—4° undir meðallagi. Þ. 25. og 26. fóru krappar lægðir yfir landið, og fylgdi þeim allmikil úrkoma. Annars voru lægðir yfirleitt norðaustan við landið og norðlæg átt ríkjandi. Þ. 28. myndaðist hæð yfir landinu. Hvassviðri var á nokkrum stöðvum þ. 25. og 26. (Þ. 25. Vm. SSW 12; þ. 26. Krv. NE 10, Sg. NNE 10 og Vm. veðurliæð 10). Loftvœgið var óvenju lágt eða 9.5 mb undir meðallagi, frá 11.8 mb í Bol. að 6.9 mb á Hól. Meðalloftvægi hefur ekki orðið jafn lágt síðan í febrúar 1939. Hæst stóð loftvog í Bol. 1032.6 mb þ. 28. kl. 23, en lægst á Dt. 947.5 mb þ. 8. kl. 13. Hitinn var 0.7° yfir meðallagi á öllu landinu. Að tiltölu var mildast á Norður- landi. Þar var hiti 1°—2° yfir meðallagi. Kaldast var á Vestfjörðum, hiti frá 0.5° yfir meðallagi að 0.4° undir því. í Mðrd. var hiti 0.3° undir meðallagi, en annars stað- ar á Norðausturlandi tæplega y2° yfir meðallagi. Við suðurströndina var hiti um meðallag, við vesturströndina um y2° og við austurströndina um 1° yfir meðal- lagi. Hlýjast var þ. 6., liiti 6°—8° yfir meðallagi, en kaldast þ. 27. hiti4°—5° undir meðallagi. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.1° yfir meðallagi, frá 1.0° yfir meðal- lagi í Pap. að 0.5° undir meðallagi í Gr. Úrkoman var 7% umfram meðallag á öllu landinu. Mjög úrkomusamt var á Vestfjörðum og á Suðurlandi, en úrkoma mældist minni en í meðallagi í öðrum lands- lilutum. Mest mældist úrkoman á Eyrb., 2% af meðalúrkomu, en minnst á Hvk. um það bil 34 meðalúrkomu. Á Norður- og Austurlandi voru úrkomudagar yfirleitt 1—2 færri en venja er til, en annars staðar á landinu víðast 6—9 umfram meðallag. Að tiltölu voru úrkomudagar fæstir á Grst. eða 6 færri en meðaltal 10 ára, en flestir á Fghm. eða 10 umfram meðallag. Úrkoma í Stóra-Botni mældist 166.5 mm, á Hrauni á Skaga 42.3 mm og á Seyðisfirði 99.4 mm. Þoka var fátíð nema helzt um suðausturlduta landsins. Aðeins á Grst., Hól. og Kbkl. voru þokudagar fleiri en venja er til. Um þoku er getið 8 daga, en aðeins á einni cða tveimur stöðvum hvern dag. Vindar milli suðurs og vesturs voru tíðari en venja er til, en vindar milli norð- urs og suðausturs tiltölulega fátíðir. Vestanátt var tíðust á flestum þeim stöðvum, sem meðaltal hafa. Logn var fátíðara og veðurhæð tæplega hálfu stigi hærra eu í (5)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.