Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1949, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Marz Tíðarfarið. Mánuðurinn var snjóþungur nema á Austurlandi. Samgöngur á landi voru því lengst af erfiðar. Flugsamgöngur voru hins vegar greiðar, enda var mán- uðurinn fremur hægviðrasamur. Gæftir voru góðar og afli víðast mikUl í verstöðvum sunnan lands og vestan, en við austurströndina var afli rýrari. Þ. 1. var kalt veður og víða stillt. Hiti var víðast 5°—6° undir meðallagi. Hæð var yfir landinu, en undir kvöld nálgaðist lægð úr suðvestri og flutti með sér hlýrra loft. Þ. 2.—5. var hiti 4 °—6 ° yfir meðallagi. Grunnar lægðir fóru norður Grænlands- haf, og vindur var suðlægur eða vestlægur. Mikil úrkoma var víða á Suður- og Vest- urlandi. Um storm er aðeins getið tvo daga (þ. 4. Krv. WSW 10). Þ. 6.—8. var hiti frá tæpu meðallagi að 4 ° undir meðallagi. Hæð var yfir íslandi og Grænlandi, vindur breytilegur og yfirleitt hægur, nema þann 8., þá nálgaðist lægð vesturströndina (Hmd. SE 10, Kvgd. WSW 10). Þ. 9.—10. hlýnaði í veðri, hiti var 1 °—3 ° yfir meðallagi. Vindur var yfirleitt suðlægur eða vestlægur og fremur hægur. Fremur grunn lægð fór til norðausturs vest- an við landið, og fylgdi henni nokkur úrkoma. Þ. 11.—14. var kalt um allt land, hiti 4 °—6 ° undir meðallagi. Vindátt var breyti- leg, en vindur aldrei hvass. Þ. 12. myndaðist grunn lægð við vesturströndina, en hina dagana voru hæðir yfir landinu eða norðanvert við það. Nokkur úrkoma var um allt land. Þ. 15.—25. var hiti í meðallagi eða því sem næst, nema þ. 19. og 25. Fyrri dag- inn var liiti 3 ° yfir, en síðari daginn 3 ° undir meðallagi. Allt tímabilið voru lægðir yfir landinu eða í nand við það, en flestar voru þær grunnar. Oft mældist allmikil úrkoma. Um storm var getið fjóra daga (þ. 15. Vm. ESE 10). Þ. 26.—29. var hiti 3 °—6 ° yfir meðallagi. Fremur grunnar lægðir voru vestan og norðvestan við landið, og suðlæg eða vestlæg átt rikjandi. Ekki er getið um storma þessa daga. Urkoma var hins vegar víða allmikil, einkum þ. 28.—29. Þ. 30.—31. barst fremur kalt loft inn yfir landið. Fyrri daginn fór lægð norður með austurströndinni, og fylgdi henni lítils háttar úrkoma. Vindur var norðlægur. Síðari daginn var hægviðri og hæð yfir landinu. Hiti var 1°—2° undir meðallagi. Loftvœgið var 6.4 mb yfir meðallagi, frá 3.9 mb í Bolungarvík að 7.5 mb í Vest- mannaeyjum. Hæst stóð loftvog á Djúpavogi 1042.4 mb þ. 1. kl. 22, en lægst á Hól- um 977.0 mb þ. 21. kl. 17. Hitinn var 0.1 ° yfir meðallagi á öllu landinu. Vik hitans frá meðallagi var innan við 0.5 ° á flestum stöðvum. Að tiltölu var mildast á Mið-Norðurlandi. Víða á Suður- og Austurlandi var hiti undir meðallagi, og var að tiltölu kaldara í innsveitum en út við sjó. Kaldast var í Möðrudal, hiti 1 ° undir meðallagi. Mildast var á öllu landinu þ. 4. og 28., hiti 6° yfir meðallagi, en kaldast 12.—14., hiti 6° undir meðallagi. Sjávarhitinn var £ meðallagi. Kaldast var í sjó við Suðureyri, 0.9 ° undir meðal- lagi, en hlýjast við Teigarhorn og Reykjavík, 1.0 ° yfir meðallagi. Úrkoman var 18% umfram meðallag á öllu landinu. Urkoma mældist meiri en í meðallagi á flestum stöðvum á Vestur- og Suðurlandi. Að tiltölu mældist mest úr- koma í Kvígindisdal, eða 2% sinnum meðalúrkoma, en minnst á Teigarhorni, tæp- lega ya af meðalúrkomu. A Suður- og Vesturlandi voru úrkomudagar víðast 3—8 fleiri en meðaltal 10 ára, en á Norður- og Austurlandi víðast 1—7 færri en meðal- tahð segir til um. Að tiltölu voru úrkomudagar fæstir á Kjörvogi, eða 7 færri en venja er til, en flestir á Fagurhólsmýri, 8 umfram meðaltal. í Stóra-Botni mældist úrkoman 160.2 mm, á Hrauni á Skaga 48.0 mm og á Seyðisfirði 21.4 mm. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.